Skýringar Kaupþings róa erlenda fjárfesta Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2007 06:00 Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, er í pontu, en við háborðið situr Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Kaupþing sló í gær á vangaveltur um getu bankans til að fjármagna yfirtöku hans á hollenska bankanum NIBC. Fréttablaðið/Valli Kaupþing tilkynnti í gær um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Skuldatryggingarálag (CDS) bankans lækkaði í kjölfarið um 65 punkta. Álag á skuldabréfaútgáfu hinna bankanna minnkaði líka. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar næstkomandi. Kaupþing hefur tilkynnt um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Um leið greinir bankinn frá því að stöður í sérvörðum skuldabréfum (e. structured credit) verði minnkaðar og gerir ráð fyrir 85 milljóna evra gjaldfærslu á fjórða ársfjórðungi vegna þessa. Í tilkynningu bankans í gær er jafnframt greint nánar frá fjármögnun bankans og lausafjárstöðu. Upplýsingarnar höfðu strax áhrif á alþjóðlegum fjármálamarkaði, en álag á skuldatryggingar bankans (CDS) hafði lækkað um 65 punkta um miðjan dag í gær. Álagið er mat fjárfesta á áhættu tengdri bankanum og hefur áhættumatið því minnkað sem þessu nemur. Álagið er engu að síður mjög hátt og hærra en á aðra evrópska banka, eða um 275 punktar. Þá nutu Landsbankinn og Glitnir einnig góðs af þróuninni, álag á bréf þeirra lækkaði um 50 og 35 punkta, í 145 hjá Landsbankanum og 205 punkta hjá Glitni. Fram kemur í tilkynningu Kaupþings að bankinn hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljónum hluta vegna yfirtökunnar á NIBC. Seljandinn, hópur fjárfesta undir forystu J.C. Flowers & Co., fær í sinn hlut 140 milljónir hluta í Kaupþingi á meðalverðinu 105,67 sænskar krónur. Seljendur NIBC verða við þetta næststærsti hluthafi Kaupþings með um 15,9 prósenta hlut. Að auki greiðir Kaupþing fyrir NIBC 1.392 milljónir evra. „Á sínum tíma kvað samningurinn um kaupin á um ákveðna peningagreiðslu og 110 milljónir hluta til viðbótar. Nú er búið að breyta peningagreiðslunni og koma í staðinn 140 milljónir hluta," segir Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður samskiptasviðs Kaupþings. Verðið sem Kaupþing greiðir fyrir bankann nemur miðað við þetta um 2.750 milljónum evra. Þá ætlar Kaupþing að gefa út 70 milljónir hluta og selja í forgangsréttarútboði eftir að kaupin á NIBC eru frágengin. J.C. Flowers & Co. og Exista hafa gert samkomulag um að sölutryggja útboðið. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar 2008, en þau bíða engu að síður samþykkis fjármálayfirvalda bæði hér og í Hollandi. Um miðjan desember á svo að vera fullu lokið samdrætti Kaupþing í stöðum í sérvörðum skuldabréfum, úr 1,6 milljörðum evra í 450 milljónir evra. „Samhliða áformar bankinn að loka 1,3 milljarða evru lausafjárlínu sem bankinn hefur veitt og mun þá ekki vera með slíkar skuldbindingar gegnum lánalínur í tengslum við stöður sínar í sérvörðum skuldabréfum (e. structured credit exposure)," segir í tilkynningu bankans. Þá kemur fram að Kaupþing sé ekki með beinar stöður í bandarískum undirmálslánum (e. sub-prime) eða skuldavafningum (e. CDOs) sem innihaldi slík lán. Kaupþing hefur hins vegar óbeina stöðu tengda undirmálslánum þar sem bankinn veitti lán til seljanda NIBC til að fjármagna eignatryggð skuldabréf tengd undirmálslánum sem skilin voru frá í kaupunum á NIBC. „Þetta lán hefur nú verið lækkað úr 236 milljónum Bandaríkjadala í 136 milljónir en nafnvirði undirliggjandi eigna nemur sem fyrr 689 milljónum Bandaríkjadala." Eftir þessi viðskipti á NIBC engar eignir í bandarískum undirmálslánum. Fram kemur að bæði samstæða Kaupþings og móðurfélag hafi öruggt lausafé til að standa við allar skuldbindingar bankans í meira en 420 daga, en þar er með talin peningagreiðslan vegna kaupanna á NIBC. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kaupþing tilkynnti í gær um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Skuldatryggingarálag (CDS) bankans lækkaði í kjölfarið um 65 punkta. Álag á skuldabréfaútgáfu hinna bankanna minnkaði líka. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar næstkomandi. Kaupþing hefur tilkynnt um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Um leið greinir bankinn frá því að stöður í sérvörðum skuldabréfum (e. structured credit) verði minnkaðar og gerir ráð fyrir 85 milljóna evra gjaldfærslu á fjórða ársfjórðungi vegna þessa. Í tilkynningu bankans í gær er jafnframt greint nánar frá fjármögnun bankans og lausafjárstöðu. Upplýsingarnar höfðu strax áhrif á alþjóðlegum fjármálamarkaði, en álag á skuldatryggingar bankans (CDS) hafði lækkað um 65 punkta um miðjan dag í gær. Álagið er mat fjárfesta á áhættu tengdri bankanum og hefur áhættumatið því minnkað sem þessu nemur. Álagið er engu að síður mjög hátt og hærra en á aðra evrópska banka, eða um 275 punktar. Þá nutu Landsbankinn og Glitnir einnig góðs af þróuninni, álag á bréf þeirra lækkaði um 50 og 35 punkta, í 145 hjá Landsbankanum og 205 punkta hjá Glitni. Fram kemur í tilkynningu Kaupþings að bankinn hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljónum hluta vegna yfirtökunnar á NIBC. Seljandinn, hópur fjárfesta undir forystu J.C. Flowers & Co., fær í sinn hlut 140 milljónir hluta í Kaupþingi á meðalverðinu 105,67 sænskar krónur. Seljendur NIBC verða við þetta næststærsti hluthafi Kaupþings með um 15,9 prósenta hlut. Að auki greiðir Kaupþing fyrir NIBC 1.392 milljónir evra. „Á sínum tíma kvað samningurinn um kaupin á um ákveðna peningagreiðslu og 110 milljónir hluta til viðbótar. Nú er búið að breyta peningagreiðslunni og koma í staðinn 140 milljónir hluta," segir Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður samskiptasviðs Kaupþings. Verðið sem Kaupþing greiðir fyrir bankann nemur miðað við þetta um 2.750 milljónum evra. Þá ætlar Kaupþing að gefa út 70 milljónir hluta og selja í forgangsréttarútboði eftir að kaupin á NIBC eru frágengin. J.C. Flowers & Co. og Exista hafa gert samkomulag um að sölutryggja útboðið. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar 2008, en þau bíða engu að síður samþykkis fjármálayfirvalda bæði hér og í Hollandi. Um miðjan desember á svo að vera fullu lokið samdrætti Kaupþing í stöðum í sérvörðum skuldabréfum, úr 1,6 milljörðum evra í 450 milljónir evra. „Samhliða áformar bankinn að loka 1,3 milljarða evru lausafjárlínu sem bankinn hefur veitt og mun þá ekki vera með slíkar skuldbindingar gegnum lánalínur í tengslum við stöður sínar í sérvörðum skuldabréfum (e. structured credit exposure)," segir í tilkynningu bankans. Þá kemur fram að Kaupþing sé ekki með beinar stöður í bandarískum undirmálslánum (e. sub-prime) eða skuldavafningum (e. CDOs) sem innihaldi slík lán. Kaupþing hefur hins vegar óbeina stöðu tengda undirmálslánum þar sem bankinn veitti lán til seljanda NIBC til að fjármagna eignatryggð skuldabréf tengd undirmálslánum sem skilin voru frá í kaupunum á NIBC. „Þetta lán hefur nú verið lækkað úr 236 milljónum Bandaríkjadala í 136 milljónir en nafnvirði undirliggjandi eigna nemur sem fyrr 689 milljónum Bandaríkjadala." Eftir þessi viðskipti á NIBC engar eignir í bandarískum undirmálslánum. Fram kemur að bæði samstæða Kaupþings og móðurfélag hafi öruggt lausafé til að standa við allar skuldbindingar bankans í meira en 420 daga, en þar er með talin peningagreiðslan vegna kaupanna á NIBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira