Innlent

Randver hrærður

Randver Þorkláksson: Vefsíðan kemur mér skemmtilega á óvart.
Randver Þorkláksson: Vefsíðan kemur mér skemmtilega á óvart.

Randver Þorláksson leikari segir að það hræri hans litla hjarta hve sterk viðbrögðin hafa verið við brotthvarfi hans úr Spaugstofunni. "Mér þykir mjög vænt um hvað þjóðinni þykir vænnt um mig," segir Randver í samtali við Vísi. Sett hefur verið upp sérstak vefsíða þar sem fólk getur mótmælt uppsögn Randvers og hafa yfir 300 skráð sig þar.

Randver segir að þessi vefsíða komi sér gleðilega á óvart. Aðspurður um hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur á næstunni segir Randver að hann sé formaður Félags íslenskra leikara. "Ég mun einbeita mér að þessu starfi mínu næstu mánuðina og kvíð síður en svo fyrir verkefnaskorti í framtíðinni," segir hann.

Vefsíðan sem hér um ræðir er á slóðinni http://www.petitiononline.com/randver7/



Fleiri fréttir

Sjá meira


×