Innlent

Metaðsókn á Listahátíð Reykjavíkur

Um150 þúsund manns sáu risessuna ganga um bæinn.
Um150 þúsund manns sáu risessuna ganga um bæinn. MYND/VG

Talið er að yfir 180 þúsund manns hafi sótt viðburði á vegum Listahátíðar Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi samkvæmt tilkynningu frá Listahátíðinni. Munar þar mest um ferðir risessunar og risans um borgina en áætlað er að allt að 150 þúsund manns hafi séð til ferða feðginanna sem einnig var lokaviðburður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi Pas? Frá upphafi hafa aldrei jafn margir sótt viðburði Listahátíðarinnar.

Næst vinsælasti viðburður Listahátíðarinnar samkvæmt tilkynningunni var sýning San Fransisco ballettsins en um 3.500 manns sáu þá sýningu. Þá sóttu 3 þúsund manns tónleika Goran Bregovic og um 2 þúsund manns sáu barítónana Bryn Terfel og Dmitri Hvorostovsky.

Þá sóttu yfir 3 þúsund manns setningu Listahátíðar í Listasafni Íslands og yfir 5 þúsund manns heimsóttu hönnunarsýninguna Magma/kviku á opnunarhelgi hennar um miðbik hátíðarinnar.

Fjárhagsrammi hátíðarinnar var um 145 milljónir og stóðust allar áætlanir um tekjur og gjöld samkvæmt tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×