Innlent

Tveggja enn leitað vegna líkamsárásar

Eftir handtökur lögreglu í gær á nú aðeins eftir að hafa upp á tveimur meintum árásarmönnum, eftir hrynu líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt.

Lögreglan í Reykjavík handtók undir kvöld karlmann á fertugsaldri sem er grunaður um að hafa rænt og barið roskinn mann í húsasundi upp af Laugaveginum í fyrrinótt. Upp úr miðnætti gaf kona á þrítugsaldri sig svo fram við lögreglu og sagðist hafa tælt manninn inn í sundið til þess að vinur hennar gæti rænt hann. Þau eru nú bæði í haldi lögreglu og verða yfirheyrð í dag.

Karlmaðurinn á afbrotaferil að baki. Árásarmaðurinn rændi meðal annars greiðslukortum af manninum og leiddi notkun hans á þeim í gær til handtöku hans. Eins og komið er fram náðist árásarmaðurinn sem rotaði útlending á Hverfisgötunni í fyrrinótt skömmu eftir atburðinn.

Hins vegar er ekki en búið að hafa upp á tveimur mönnum sem komust undan á bíl eftir að hafa barið mann í rot við hús í Seljahverfi í fyrrinótt. Vitni skráðu hins vegar númer bílsins og veit lögregla hver eigandinn er en hefur ekki enn náð til hans. Önnur árásarmál eru að mestu upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×