Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi 10. janúar 2007 05:00 Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmaður fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveitingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæjarstjórn fyrir sama flokk og bæjarstjórinn. Hér er vísað til beiðni Þorsteins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum farvegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík samþykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þessari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar enskukennslu og samþættingu í íþrótta/hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009". Markmiðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika (það er reyndar spurning hvort eðlilegt sé að stefna að 35 stunda vinnuviku 6-10 ára barna). Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogsskóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar" og segir „menn hafa mikinn metnað og reyna að auka menntunina og hækka þjónustustigið í skólunum". Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sérstaklega þegar forsvarsmenn bæjarins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrirtækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða sem bersýnilega þykir eðlileg og mikilvæg. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Talað er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni afturhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun