Lífið

Britney gerist gjafmild

Britney Spears gaf heimilislausum manni í Los Angeles 300 dollara.
Britney Spears gaf heimilislausum manni í Los Angeles 300 dollara.

Britney Spears kom flækingi sem varð á vegi hennar í Los Angeles skemmtilega á óvart í síðustu viku, þegar hún gaf honum 300 dollara, eða um 21.000 krónur. Söngkonan hafði nýlega tekið háa upphæð út úr hraðbanka þegar hún staðnæmdist á rauðu ljósi. Á meðan hún beið dreif heimilislausan mann að bílnum. Britney ku hafa skrúfað niður rúðuna og rétt manninum seðlabúntið með ósk um gott gengi og gleðilegt ár.

Manninum var víst afar brugðið, enda ekki á hverjum degi sem honum áskotnast slíkar upphæðir. Heimildir Us Weekly herma að fjárgjöfin sé hluti af nýrri stefnu Britneyjar, sem vilji láta gott af sér leiða á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.