Stúdentar vilja frítt í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu Gunnar Valþórsson skrifar 6. júní 2007 11:09 Aðeins níu prósent háskólanema taka strætó í skólann á meðan 66 prósent fara á einkabíl. MYND/Hari Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna hafa sent stjórn Strætó bs. erindi þess efnis að frítt verði í strætó fyrir alla námsmenn á höfuðborgarsvæðinu á komandi skólaári. Í tilkynningu frá hreyfingunum kemur fram að Reykjavíkurborg hafi þegar tekið slíka ákvörðun og þess vegna vonast námsmannahreyfingarnar eftir því að hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fylgi í kjölfarið. Bent er á að kostir þess að veita námsmönnum frítt í strætó séu fjölmargir. Félagstofnun stúdenta gerði í maí könnun á meðal stúdenta við Háskóla Íslands þar sem m.a. var spurt hvernig nemendur ferðuðust til og frá skóla. „Í dag nota 9% stúdenta við HÍ strætó til þess að komast í skólann á meðan 66% koma á einkabíl og 25% koma gangandi eða á hjóli. Þegar spurt var hvernig nemendur myndu ferðast í skólann ef frítt yrði gefið í strætó svöruðu 43% að þeir myndu taka strætó, 35% að þeir myndu nota einkabílinn og 21% að þeir myndu ganga eða hjóla," segir í sameiginlegri tilkynningu frá hreyfingunum. „Þessar niðurstöður gefa sterklega til kynna að stúdentar geta vel hugsað sér að taka strætó í verulega auknum mæli og að verðið á þjónustunni skipti þá miklu máli," segir ennfremur. Þá er á það bent að umferðarþungi og mengun, til dæmis í formi svifryks, eru að verða vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæðinu og að sveitarfélögin hljóti að vilja bregðast við því. „Þarna geta stjórnarmenn í Strætó bs. séð svart á hvítu hvaða kostir gætu fylgt því að gefa stúdentum frítt í strætó." Afrit af erindinu var einnig sent til allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna hafa sent stjórn Strætó bs. erindi þess efnis að frítt verði í strætó fyrir alla námsmenn á höfuðborgarsvæðinu á komandi skólaári. Í tilkynningu frá hreyfingunum kemur fram að Reykjavíkurborg hafi þegar tekið slíka ákvörðun og þess vegna vonast námsmannahreyfingarnar eftir því að hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fylgi í kjölfarið. Bent er á að kostir þess að veita námsmönnum frítt í strætó séu fjölmargir. Félagstofnun stúdenta gerði í maí könnun á meðal stúdenta við Háskóla Íslands þar sem m.a. var spurt hvernig nemendur ferðuðust til og frá skóla. „Í dag nota 9% stúdenta við HÍ strætó til þess að komast í skólann á meðan 66% koma á einkabíl og 25% koma gangandi eða á hjóli. Þegar spurt var hvernig nemendur myndu ferðast í skólann ef frítt yrði gefið í strætó svöruðu 43% að þeir myndu taka strætó, 35% að þeir myndu nota einkabílinn og 21% að þeir myndu ganga eða hjóla," segir í sameiginlegri tilkynningu frá hreyfingunum. „Þessar niðurstöður gefa sterklega til kynna að stúdentar geta vel hugsað sér að taka strætó í verulega auknum mæli og að verðið á þjónustunni skipti þá miklu máli," segir ennfremur. Þá er á það bent að umferðarþungi og mengun, til dæmis í formi svifryks, eru að verða vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæðinu og að sveitarfélögin hljóti að vilja bregðast við því. „Þarna geta stjórnarmenn í Strætó bs. séð svart á hvítu hvaða kostir gætu fylgt því að gefa stúdentum frítt í strætó." Afrit af erindinu var einnig sent til allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira