Unga konan sem slasaðist í bílslysi á Suðurlandsvegi fyrir viku er enn í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi. Maðurinn sem var með henni í bílnum hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og hefur verið fluttur á skurðdeild. Að sögn vakthafandi læknis er hann á batavegi.
Útskrifaður af gjörgæslu eftir slys á Suðurlandsvegi
Gunnar Valþórsson skrifar
