Aðalfundur SÁÁ kaus nýja stjórn 30. maí 2007 21:37 Höfuðstöðvar SÁÁ í Efstaleiti. MYND/GVA Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Aðalfundur SÁÁ var haldinn fyrr í kvöld. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður samtakanna segir fundinn hafa verið góðan og að margt góðra manna hafi komið inn í nýkjörna stjórn. Þórarinn var endurkjörinn formaður stjórnar en hann gegnir einnig stöðu yfirlæknis þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Pétur Blöndal hefur gert athugasemdir við þessa stöðu mála og hann segist hissa á því að breytingar hafi ekki verið gerðar. Þórarinn segir fundinn hafa verið góðan. „Það var kosið í 48 manna stjórn samtakanna og þar er valinn maður í hverju rúmi." Hann segir nokkra nýliða hafa bæst í hópinn og nefnir þar Margréti Frímannsdóttur, Agnesi Bragadóttur og bræðurna Ásbjörn og Þorlák Morthens eða Bubba og Tolla. Þórarinn segir ekki hafa komið til álita að breyta því fyrirkomulagi að hann gegndi mörgum stöðum innan fyrirtækisins enda sé sú staða fullkomlega eðlileg. „Ég er kjörinn sem stjórnarformaður á hverju ári. Þá eru störf mín lögð fyrir þessa 48 manna stjórn og ég fæ fullt umboð til að framfylgja minni stefnu næsta árið." Hann segir sjónarmið Péturs Blöndals vera þröngsýn, Pétur sé vanari hlutafélögum en að hlutirnir horfi öðruvísi við í samtökum á borð við SÁÁ. Þórarinn er formður stjórnar samtakanna og þá einnig framkvæmdastjóri auk þess sem hann er yfirlæknir þeirra sjúkrastofnana sem samtökin reka. Þórarinn bendir á að stjórnarformennskan sé ólaunað starf. Pétur Blöndal, alþingismaður segist vera hissa á því að samtökin skuli ekki hafa breytt þessari stöðu á aðalfundinum. „Ég er dálítið hissa á þessu, að þeir hafi ekki getað fundið einhvern annan til að sitja í stjórninni," segir hann. Hann segir að um stílbrot í skipuriti sé að ræða þegar sami maður gegnir stöðu yfirlæknis en sé um leið formaður stjórnar. Hann bendir á að SÁÁ fái hluta af sínum tekjum frá ríkinu og því ættu menn að gera um það kröfu að skipuritið sé hreint. „Það þarf að vera á hreinu hver ber ábyrgðina og hver segir hverjum fyrir verkum hjá svona samtökum eins og í öðrum félögum og stofnunum," segir hann og bætir því við að eftirlitsgeta stjórnarinnar minnki mikið þegar starfsmaður sé í stjórninni hvað þá stjórnarformaður. Pétur segist alls ekki vera að setja út á persónu Þórarins sem slíka, hann sé einungis að benda á að stjórn samtaka á borð við SÁÁ eigi að sinna ákveðinni eftirlitsskyldu og sé ekki einungis upp á punt.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira