Innlent

Reyk lagði yfir Seláshverfi

Mikinn reyk lagði yfir íbúahverfi í Selási í Reykjavík í dag frá sinueldi á bökkum Elliðaánna. Eldurinn logaði skammt norðan hesthúsahverfisins í Víðidal. Það tók slökkvilið um 45 mínútur að slökkva bálið en eftir situr svartur gróður og eyðilagt fuglavarp á svæðinu en þarna verpa margar tegundir mófugla. Eldur breiðist hratt út í sinu þessa dagana, enda jörð skraufþurr eftir langa þurrkatíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×