Innlent

Ávextir síðustu Ástarviku líta dagsins ljós

MYND/Soffía Vagnsdóttir

Bolvíkingar geta glaðst þessa dagana því ávextir síðustu Ástarviku, tvö börn, litu dagsins ljós í mánuðinum. Markmið ástarvikunnar er meðal annars að fjölga íbúum í sveitarfélaginu og er óhætt að segja að heimturnar í ár hafi verið betri en í fyrra en þá kom ekkert barn í heiminn.

Ástarvikan er orðin að árlegum viðburði í Bolungarvík og var haldin í þriðja sinn í ágúst í fyrra. Haft er eftir Soffíu Vagnsdóttur, einum af stofnendum hátíðarinnar, á vef Bæjarins besta að afrakstur síðustu Ástarviku á Bolungarvík sé bæjarbúum mikil hvatning og það sé ljóst að hvergi verði slegið af í Ástarvikunni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×