Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júní 2007 19:45 Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. Það er pólitísk stefna í Reykjavík að fækka mávi og minnka ágang hans í borgarlandinu. Það var enginn skortur á þeim á tjörninni síðdegis í gær þegar útsendarar fréttastofu áttu þar leið hjá - þar var sannkallað mávager. Skýrt er í lögum að bannað er að nota eitur eða svefnlyf til að drepa fugla nema þá í vísindaskyni eða ef villt dýr valda umtalsverðu tjóni eða umtalsverðum ama og aðrar aðferðir eru ekki taldar henta. En núna í júní hefur undanþága verið veitt frá lögum til að nota svefnlyf til að fækka varginum. Hákon Már Oddsson íbúi í Staðarhverfi býr í beinni sjónlínu við Leirvogshólma og er ósáttur við að undanþágan hafi verið veitt. Hákon bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lagst gegn sílamáfadrápi með svefnlyfjum á þeim forsendum að "erlendis sé gerð krafa um að slíkar aðgerðir séu aðeins heimilaðar á svæðum þar sem hægt er að takmarka umferð almennings" Eins og sést á þessum myndum sem Hákon hefur tekið síðustu daga er hólminn vinsælt leiksvæði og áningarstaður barna. Tvö lyf verða notuð og þeim verður blandað í brauðmola sem verða lagðir í hreiður mávanna, meðal annars þarna í hólmanum. Þá bendir Hákon á að í skýrslu um fækkun sílamáfa hafi fuglafræðingurinn sem stýrir tilrauninni, Arnór Sigfússon, hafi sjálfur skrifað að þótt fækkað verði í stofni sílamáfa þá verði áfram ágangur máfa við tjörnina. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. Það er pólitísk stefna í Reykjavík að fækka mávi og minnka ágang hans í borgarlandinu. Það var enginn skortur á þeim á tjörninni síðdegis í gær þegar útsendarar fréttastofu áttu þar leið hjá - þar var sannkallað mávager. Skýrt er í lögum að bannað er að nota eitur eða svefnlyf til að drepa fugla nema þá í vísindaskyni eða ef villt dýr valda umtalsverðu tjóni eða umtalsverðum ama og aðrar aðferðir eru ekki taldar henta. En núna í júní hefur undanþága verið veitt frá lögum til að nota svefnlyf til að fækka varginum. Hákon Már Oddsson íbúi í Staðarhverfi býr í beinni sjónlínu við Leirvogshólma og er ósáttur við að undanþágan hafi verið veitt. Hákon bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lagst gegn sílamáfadrápi með svefnlyfjum á þeim forsendum að "erlendis sé gerð krafa um að slíkar aðgerðir séu aðeins heimilaðar á svæðum þar sem hægt er að takmarka umferð almennings" Eins og sést á þessum myndum sem Hákon hefur tekið síðustu daga er hólminn vinsælt leiksvæði og áningarstaður barna. Tvö lyf verða notuð og þeim verður blandað í brauðmola sem verða lagðir í hreiður mávanna, meðal annars þarna í hólmanum. Þá bendir Hákon á að í skýrslu um fækkun sílamáfa hafi fuglafræðingurinn sem stýrir tilrauninni, Arnór Sigfússon, hafi sjálfur skrifað að þótt fækkað verði í stofni sílamáfa þá verði áfram ágangur máfa við tjörnina.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira