Erlent

Liðsmaður Baader-Meinhof látinn laus

Birgitte Monhaupt
Birgitte Monhaupt

Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að sleppa skuli Birgitte Monhaupt, einum forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, en hún hefur setið í fangelsi í nær aldarfjórðung. Hún var árið 1982 dæmd í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir mannrán, morð og hermdarverk.

Ulrike Meinhof

Áður hefur Christian Klar, félagi Monhaupt, biðlað til Horst Köhler forseta Þýskalands um náðun en hann hefur einnig setið rúm 24 ár í fangelsi fyrir sömu sakir. Dómstóllinn sem nú lætur Monhaupt lausa segist ekki vera að náða hana, einungis láta hana lausa þar sem hún sé ekki lengur ógn við öryggi borgaranna. Monhaupt segist þó iðrast einskis en hún var á sínum tíma kölluð „illasta kona Þýskalands".

Andreas Baader

Monhaupt er nú 57 ára var sem fyrr segir liðsmaður í hryðjuverkahópi Baader-Meinhof sem var stofnaður af þeim Andreas Baader og Ulrike Meinhof seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstæðinga Víetnamstríðsins og voru kommúnur í Vestur-Berlín í nafni hópsins þar sem voru iðkaðar frjálsar ástir, eiturlyfjaneysla og hryðjuverkaskipulagning.

Ulrike og Andreas fyrirfóru sér þegar þau voru handtekin árið 1977 en Monhaupt var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×