Innlent

Tekinn með tvö kíló í Leifsstöð

MYND/Teitur

Tekinn með tvö kíló í Leifsstöð

Tollgæslan á Suðurnesjum fann í gær um tvö kíló af fíkniefnum í fórum íslensks karlmanns í Leifsstöð. Talið er að um sé að ræða amfetamín eða kókaín. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Þar staðfesti Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum að maður hefði verið stöðvaður með mikið magn fíkniefna í Leifsstöð.

Jóhann vildi ekki tjá sig nánar um málið en maðurinn mun hafa verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×