Innlent

Íþróttafatnaði safnað fyrir ungmenni í Gambíu

Í dag hófst á Smáratorginu í Kópavogi átakið og söfnunin Útspark til Gambíu. Tilgangurinn er að safna íþróttafatnaði sem fólk getur séð af og flytja til ungmenna í Gambíu. Knattspyrnusamband Íslands er einn þeirra aðila sem stendur að söfnuninni og er fólk hvatt til að koma með íþróttafatnað, skó og bolta í gám merktum Eimskip sem stendur við Smáratorg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×