Innlent

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur í gær

MYND/Heiða

Fjórar konur voru í hópi þeirra sjö ökumanna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Telst það nokkuð óvenjulegt en jafnan eru fleiri karlar teknir fyrir ölvunarakstur en konur. Ein kvennanna er hálfþrítug, tvær um tvítugt en sú yngsta er aðeins 17 ára. Tveir karlanna eru á þrítugsaldri en annar þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þriðji karlinn er svo á sjötugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×