Ákæruliðum í Baugsmáli vísað aftur í hérað Björn Gíslason skrifar 1. júní 2007 15:13 Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira