Ákæruliðum í Baugsmáli vísað aftur í hérað Björn Gíslason skrifar 1. júní 2007 15:13 Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira