Innlent

Lögregla handtók fíkniefnasala

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann í austurborginn en hann er grunaður um fíkniefnasölu. Í híbýlum hans fundust um 100 grömm af ætluðu hassi. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála segir lögregla í tilkynningu.

Þá handtók lögregla þrjá pilta sem áttu í fíkniefnaviðskiptum í sama borgarhluta og lagði hald á lítilræði af marijúana. Lögregla hafði enn fremur afskipti af þremur piltum til viðbótar vegna fíkniefnamála og þá lagði hún hald á töluverðan fjölda af riffilskotum í íbúð í miðborginni en þangað hafði lögreglan komið til að leita fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×