Fækkum trampólínslysum 1. júní 2007 06:00 Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Trampólín eru vinsæl leiktæki meðal barna og unglinga. Áhuginn virðist aukast ár frá ári bæði hérlendis og annars staðar í hinum vestræna heimi, en það eru um 7 áratugir liðnir frá því að trampólínið kom fyrst fram á sjónarsviðið. Slys í tengslum við trampólín eru svo algeng að hagsmunasamtök í Bandríkjunum hafa jafnvel viljað takmarka notkun þeirra. Oft má rekja trampólínslys til þess að einfaldar öryggisreglur um notkun eru ekki virtar. Það sem skiptir mestu máli er að aðeins sé eitt barn á trampólíninu í einu og að notað sé öryggisnet. Til allrar hamingju eru flest slysanna ekki alvarlegs eðlis. Því miður hafa átt sér stað mjög alvarleg slys erlendis þar sem börn hafa hálsbrotnað og lamast eða dáið í kjölfar slíkra áverka. 274 slasaðir komu eftir leik á trampólíni á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss árin 2005 og 2006. Langflestir slasaðir eru börn á aldrinum 7-15 ára og eru stúlkur í meirihluta, sjá mynd 1. Flest slysanna eiga sér stað á íbúðasvæðum, í maí og júní á sunnudögum, í nánd við heimili barnanna. Algengustu áverkarnir eru mar, sár, tognanir og brot. Álíka margir meiðast á handleggjum og ganglimum en um 14% meiðast á höfði eða hálsi, sjá mynd 2. Það verður að nota öryggisnet því annars getur barnið, eftir hátt hopp, komið niður á höfuðið úr meir en þriggja metra hæð og slasast illa á höfði eða hálsi með skelfilegum afleiðingum eins og vel er þekkt. Af þeim sem slösuðust á trampolíni á árinu 2005 reyndist rúmlega þriðjungur vera brotinn. Flestir brotnuðu á handlegg eða ganglim. Enginn hlaut mjög alvarlegan áverka árin 2005 eða 2006. Það er einfalt fyrir foreldra að fækka trampólinslysum og draga úr alvarleika þeirra með því að fylgjast betur með börnunum og að allir virði fáar en einfaldar leikreglur. Höfundur kennir og vinnur við bráðalækningar á slysa- og bráðasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss og er formaður Slysavarnaráðs.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun