Innlent

Landhelgisgæslan æfði með lögreglusérsveitum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víkingasveitin æfði með Delta sveit norsku lögreglunnar í Hvalfirði.
Víkingasveitin æfði með Delta sveit norsku lögreglunnar í Hvalfirði.
Landhelgisgæslan æfði nýlega með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Æfingin var haldin í Hvalfirði.

Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjórinn gerðu með sér samstarfssamning 28. febrúar 2006, þar sem kveðið er á um samstarf við leit og björgun, almannavarnir, flutning á liðsafla, eftirlits- og leitarflug, sameiginlegt bátaeftirlit og fleira. Á grundvelli samningsins eru haldnar sameiginlegar æfingar enda margvísleg verkefni þessara tveggja löggæslustofnana sem skarast og nauðsynlegt að samstarf sé gott. Norska lögreglan og Ríkislögreglustjórinn hafa verið í nánu samstarfi allt frá árinu 1982 sem felst meðal annars í skiptiþjálfun. Af þessum sökum tekur norska lögreglan þátt í æfingum með Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóranum. Önnur æfing með sömu þátttakendum er fyrirhuguð á næstunni.
Af hálfu Landhelgisgæslunnar tóku áhafnir á björgunarþyrlunum Gná og Líf þátt og jafnframt áhöfnin á varðskipinu Tý.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×