Sjúkranudd er fyrirbyggjandi meðferð 22. maí 2007 03:00 Elsa Lára segir eitt af markmiðum sjúkranudds sé að losa fólk undan því að taka óþarfa lyf. MYND/Anton Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni. Öfugt við margar lækningameðferðir er það algjörlega einstaklingsmiðað og byggir á skoðun á hverju tilfelli fyrir sig. „Sjúkranudd byggist mikið á fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að minni þörf á lyfjum og að halda líkamanum góðum,“ segir Elsa Lára Arnardóttir, sjúkranuddari og formaður Sjúkranuddarafélags Íslands. „Við fáumst við ýmis vandamál. Stoðvandamál eru algeng, sömuleiðis gigt, mígreni og vöðvabólgur.“ Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, þar á meðal bandvefsnuddi, triggerpunkta-meðferð, notkun á heitum og köldum bökstrum, vatnsmeðferð, vaxmeðferð, hreyfingarfræði, bjúgmeðferð, teygjum og styrkjandi æfingum, fræðslu og mörgu fleiru. „Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengda hversdags- og atvinnulífi,“ segir Elsa. „Sjúkranudd getur komið í veg fyrir til dæmis verki sem stafa af misbeitingu, einnig álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka.“ Sjúkranuddari er lögverndað starfsheiti en nokkuð hefur borið á að fólk sem ekki hefur tilskilin leyfi bjóði upp á sjúkranudd. „Fólk ætti að vera meðvitað um hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast eftir. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkranuddara innanborðs, sem reynist svo ekki þegar betur er að gáð,“ segir Elsa. „Það er ekki sama nudd og sjúkranudd og fólk á rétt á að fá bestu mögulegu meðferð.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning
Sjúkranudd getur linað verki og spennu tengda hversdags- og atvinnulífinu. Ekki er allt nudd sjúkranudd. Sjúkranudd á sér langa sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningaskyni. Öfugt við margar lækningameðferðir er það algjörlega einstaklingsmiðað og byggir á skoðun á hverju tilfelli fyrir sig. „Sjúkranudd byggist mikið á fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að minni þörf á lyfjum og að halda líkamanum góðum,“ segir Elsa Lára Arnardóttir, sjúkranuddari og formaður Sjúkranuddarafélags Íslands. „Við fáumst við ýmis vandamál. Stoðvandamál eru algeng, sömuleiðis gigt, mígreni og vöðvabólgur.“ Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, þar á meðal bandvefsnuddi, triggerpunkta-meðferð, notkun á heitum og köldum bökstrum, vatnsmeðferð, vaxmeðferð, hreyfingarfræði, bjúgmeðferð, teygjum og styrkjandi æfingum, fræðslu og mörgu fleiru. „Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengda hversdags- og atvinnulífi,“ segir Elsa. „Sjúkranudd getur komið í veg fyrir til dæmis verki sem stafa af misbeitingu, einnig álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka.“ Sjúkranuddari er lögverndað starfsheiti en nokkuð hefur borið á að fólk sem ekki hefur tilskilin leyfi bjóði upp á sjúkranudd. „Fólk ætti að vera meðvitað um hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast eftir. Margar stofur auglýsa að þær hafi sjúkranuddara innanborðs, sem reynist svo ekki þegar betur er að gáð,“ segir Elsa. „Það er ekki sama nudd og sjúkranudd og fólk á rétt á að fá bestu mögulegu meðferð.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög