Lífið

Paris vill verða verndari barnanna

Paris Hilton lætur gott af sér leiða.
Paris Hilton lætur gott af sér leiða. MYND/AP

Glaumgosinn og fyrrum tugthúslimurinn Paris Hilton hefur mikinn áhuga á að verða sérstakur verndari Barnaspítalans í Los Angeles. Hinn 26 ára gamli hótelerfingi er ákveðin í að láta gott af sér leiða í ameríska samfélaginu eftir að hafa verið í afplánun vegna ölvunaraksturs fyrr á árinu og leggur hún mikið á sig þessa dagana til að bæta ímynd sína.

Hilton heimsótti barnaspítalann fyrir skemmstu og segir hún börnin hafa haft djúp áhrif á sig. „Ég sá börnin sem hafa fæðst fyrir tímann og eru ekki nema tvö kíló á þyngd. Þegar maður sér börn í þessum aðstæðum breytist sýnin á lífið,“ segir Paris, en hún heimsótti einnig börnin á krabbameinsdeildinni. „Það er ánægjulegt ef ég get lífga upp á lífið og tilveruna fyrir börnin og ég var hrærð þegar ég sá þau brosa til mín. Það er góð tilfinning að veita börnunum ánægju og það er eitthvað sem ég vil gera meira af.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.