Lífið

Neitar að grenna sig

Neitar að grennast. Sienna Miller þarf að borða mikið til að geta unnið mikið.
Neitar að grennast. Sienna Miller þarf að borða mikið til að geta unnið mikið. MYND/Getty

Sienna Miller hefur lýst því yfir að hún sé ekki tilbúin að breyta um mataræði til að hjálpa sér að komast áfram í Hollywood. Leikkonan, sem er fyrrum kærasta Jude Law, segir það nauðsynlegt fyrir sig að borða vel til að hafa næga orku til að vinna.

 

Sienna, sem er 25 ára, leikur Edie Sedgewick, skáldagyðhu Andy Warhol, í kvikmyndinni Factory Girl. Henni var sagt að grennast fyrir hlutverkið en neitaði að hlýða. „Edie var grennri en ég svo leikstjórinn sagði mér að grennast. Ég get bara ekki unnið svona mikið og sleppt því að borða,“ segir Sienna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.