Innlent

Inga Dóra ráðin ráðgjafi heilbrigðisráðherra

MYND/EOL

Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í tímabundna stöðu sem ráðgjafi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra heilbrigðismála, um stefnumótun í heilbrigðismálum með sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Inga Dóra er forseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og sinnir að auki rannsóknum á líðan og hegðun ungmenna hjá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum & greiningu.

Í tilkynningu frá heilrigðisráðuneytinu kemur fram að Inga Dóra stundaði doktorsnám við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum og fjallaði doktorsritgerð hennar um „streitu í lífi ungmenna og tengsl hennar við andlega líðan og hegðun."

Þá segir að í starfi sínu sem deildarforseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, hafi Inga Dóra byggt upp heildstætt nám í lýðheilsufræðum á meistarastigi. „Inga Dóra hefur umtalsverða reynslu af störfum í opinbera geiranum bæði sem stjórnandi og sérfræðingur. Þá hefur hún lagt stund á fræðastörf, ritað bækur og birt greinar í alþjóðlegum vísindatímaritum."

Að loknu starfi við stefnumótun í heilbrigðismálum mun Inga Dóra snúa aftur til starfa sem deildarforseti við Háskólann í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×