Samningur um orkusölu OR til Helguvíkur samþykktur í borgarráði 28. júní 2007 11:59 MYND/Róbert Borgarráð samþykkti í dag samning um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers í Helguvík. Minnihlutinn í borgarráði greiddi atkvæði gegn samningnum og segir í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, fulltrúa Samfylkingarinnar í borgarráði, að flokkurinn hafi látið bóka að óráðlegt sé að samþykkja slíkan samning þegar ekki liggi fyrir hvort Orkuveitan verði bundin af samningi um sölu 200 megavöttum af raforku til stækkunar álversins í Straumsvík. Samningurinn um sölu til Helguvíkur feli í sér skuldbindingu á sölu 100 megavatta og forkaupsrétt álversins að 75 megavöttum að auki. Það þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hafi haft til skoðunar á undanförnum árum séu bundnir í orkusölusamningum til stóriðju. Samþykkt samningsins við Helguvík þýði að yfir 90 prósent af orku frá nýjum virkjunum Orkuveitunnar renni til álbræðslu og verði bundin álverði. „Jafnframt þýðir þetta að sala OR á orku verður lítil sem engin til þeirra fjölmörgu áhugaverðu kaupenda sem hafa gefið sig fram, svo sem netþjónabúa og annarra mengunarlausra stórkaupenda, nema horfið verði frá áætlunum um aukna sölu inn á almennan markað," segir í ályktun Samfylkingarinnar. Þá er enn fremur bent á að umhverfismati sé ólokið og mati á verndargildi og annarri nýtingu þeirra náttúrusvæða þar sem virkjanir eru fyrirhugaðar og einnig fjölmörgum lögformlegum leyfisveitingum. Skynsamlegt hefði verið huga rækilega að þeim atriðum áður en samningurinn er samþykktur. Þá lagði Samfylkingin til á fundi borgarráðs að kannaðar yrðu leiðir þannig að virkjanir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju yrðu sjálfstæðar einingar, stæðu undir öllum kostnaði þeim tengdum og yrðu fjármagnaðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda. Tillögunni var vísað til afgreiðslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag samning um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers í Helguvík. Minnihlutinn í borgarráði greiddi atkvæði gegn samningnum og segir í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, fulltrúa Samfylkingarinnar í borgarráði, að flokkurinn hafi látið bóka að óráðlegt sé að samþykkja slíkan samning þegar ekki liggi fyrir hvort Orkuveitan verði bundin af samningi um sölu 200 megavöttum af raforku til stækkunar álversins í Straumsvík. Samningurinn um sölu til Helguvíkur feli í sér skuldbindingu á sölu 100 megavatta og forkaupsrétt álversins að 75 megavöttum að auki. Það þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hafi haft til skoðunar á undanförnum árum séu bundnir í orkusölusamningum til stóriðju. Samþykkt samningsins við Helguvík þýði að yfir 90 prósent af orku frá nýjum virkjunum Orkuveitunnar renni til álbræðslu og verði bundin álverði. „Jafnframt þýðir þetta að sala OR á orku verður lítil sem engin til þeirra fjölmörgu áhugaverðu kaupenda sem hafa gefið sig fram, svo sem netþjónabúa og annarra mengunarlausra stórkaupenda, nema horfið verði frá áætlunum um aukna sölu inn á almennan markað," segir í ályktun Samfylkingarinnar. Þá er enn fremur bent á að umhverfismati sé ólokið og mati á verndargildi og annarri nýtingu þeirra náttúrusvæða þar sem virkjanir eru fyrirhugaðar og einnig fjölmörgum lögformlegum leyfisveitingum. Skynsamlegt hefði verið huga rækilega að þeim atriðum áður en samningurinn er samþykktur. Þá lagði Samfylkingin til á fundi borgarráðs að kannaðar yrðu leiðir þannig að virkjanir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju yrðu sjálfstæðar einingar, stæðu undir öllum kostnaði þeim tengdum og yrðu fjármagnaðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda. Tillögunni var vísað til afgreiðslu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira