Innlent

175% hækkun framlaga til Ríkislögreglustjóra

Hækkun á fjárframlögum hins opinbera til embættis Ríkislögreglustjóra á árunum 2002 þúsund og 2006 nemur rúmum 175 prósentum. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður efast um að þeim fjármunum hafi verið vel varið.

Í þessari tölu eru undanskilin framlög til tækjakaupa, bílakaupa og annarra fjárfestinga. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um aðeins 30 prósent, eða rösklega fimm sinnum minna svo viðmið sé tekið. Þetta kemur fram í grein Ragnars H. Hall í Morgunblaðinu í morgun.

Hann segist stórlega efast um að nokkur önnur ríkisstofnun hafi á sama tímabili fengið slíka aukningu á fjárframlögum til rekstrar. Í ljósi þessa segir Ragnar ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota hjá embættinu, um fjársvelti með ólíkindum.

Hann spyr jafnframt hvort allir séu sammála um að þessu fé hafi verið vel varið og hversu mikið fé þurfi í þetta apparat, eins og Ragnar kallar það, til þess að það geti þjónað hlutverki sínu.

Hann lýsir efasemdum með að þessum fjármunum hafi verið vel varið miðað við þá útreið sem embættið hefur fengið í nánast öllum þeim málum sem kallast geta alvöru efnahagsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×