Stærsta stofnfjáraukning Íslandssögunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. desember 2007 05:45 Jón Þorsteinn Jónsson Stjórnarformaður Byrs. „Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira