Milljón fermetrar af bílum Haukur Logi Karlsson skrifar 14. nóvember 2007 18:57 Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræðan Samgöngur Frítt í Strætó fyrir námsmenn" er athyglisverð tilraun borgaryfirvalda til að blása lífi í almenningssamgöngur. Slagorðið „frítt í strætó" teiknað á plaköt í sósíalrealískum stíl mun þó að öllum líkindum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalískum hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbókhaldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó" við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkjum sem það væri tilbúið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó" er eins og djús á barnum sem meðal samkvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einkabifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verðlagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggðum svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfilega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundrað þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leiguverð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðarljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnkaðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssamfélagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bifreiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaranlegt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangnakerfi sem lágmarkar samfélagslegan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenningssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heimsborg. Líklegt er að íslensk heimsborg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingarinnar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun