Nokkrar goðsagnir um fátæktarvandann Davíð Sigþórsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Umræðan Þróunarmál Vel má deila um áhrifamátt og áherslur í þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð. Oft tekst vel til, stundum ekki. Það sem er óumdeilt er að þróunarsamvinna kostar peninga. Ætla má að vel heppnuð verkefni skili enn meiri árangri með auknu fjármagni. Eins má reikna með að verkefni sem misfarast þyrftu ekki endilega að gera það ef fé væri kostað til þess að undirbyggja þau betur í ljósi fenginnar reynslu. Þá er mikilvægt að skilja þróunaraðstoð frá hagsmunum spilltra en valdamikilla einstaklinga og hagsmunahópa hvort heldur þeir tengjast gefandanum eða þiggjandanum. Eins og fram hefur komið í þarfri og góðri umræðu um Ísland og þróunaraðstoð undanfarið leikur nokkur vafi á því hvort Íslendingar séu að sinna þessum málaflokki „nægilega vel". Sú spurning er sérstaklega aðkallandi nú þegar hagsæld og eyðslugleði - m.ö.o. aflögufærni - þjóðarinnar hafa náð áður óþekktum hæðum. Réttið upp hönd sem eigið Ipod eða flatskjá eða myndavélarfarsíma. Er eign þessara hluta lífsspursmál fyrir ykkur? Hvað sem því líður þá er ljóst að hvert og eitt okkar gerir það upp við sína samvisku hvort og hvenær við eigum að kaupa okkur nýjustu græjuna eða í staðinn bjarga barni í fjarlægu landi frá hægum og kvalafullum dauða sem rekja má til fátæktar. En í samtölum okkar við samviskuna vegum við, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, hin ýmsu rök með og á móti því að gefa (meira) til fátæks og þurfandi fólks. Rökin með ættu að vera augljós og gætu fallið undir t.d. gjafmildi, skyldurækni eða endurgreiðslu og yfirbót fyrir arðrán og eyðileggingu nýlendutímans, sem við höfum óbeint notið góðs af rétt eins og sá sem hagnast á verslun með þýfi hagnast á ógæfu réttmæts eiganda. Rökin á móti geta verið af ýmsum toga, en algengt er þó að þau byggist á goðsögnum eða misskilningi á stöðu mála frekar en ígrundaðri afstöðu til staðreynda. Hér eru raktar - og hraktar - þrjár slíkar goðsagnir sem geta staðið í vegi fyrir frekari framlögum fjár af hálfu aflögufærra einstaklinga eða yfirvalda til björgunar mannslífa:Með því að gefa aukum við bara við vandannMargir virðast trúa því að fjárhagsleg aðstoð núna framlengi bara, eða jafnvel auki á, þjáningar hinna fátæku seinna meir með því að ýta undir fólksfjölgun í fátækum löndum. Þannig myndi þróunaraðstoð vissulega vinna gegn markmiðum sínum. En það hefur þvert á móti sýnt sig að það hægir frekar á fólksfjölgun í þeim löndum og svæðum sem náð hafa einhverjum árangri í baráttunni við landlæga fátækt. Þetta á einkum við um svæði þar sem þróunaraðstoð miðar að uppfræðslu og menntun kvenna og stúlkna.Slík valdefling leiðir af sér að stúlkur giftast seinna, nota frekar getnaðarvarnir og eignast því færri börn en ella og verða færari um að taka ábyrgð á eigin örlögum og fjölskyldna sinna. Auk þess gefur það auga leið að um leið og foreldrar sjá að börn þeirra lifa af fyrstu æviárin og vaxa farsællega úr grasi, s.s. fyrir tilstuðlan bættrar næringar og sjúkdómavarna, þá minnkar þörfin á fjöldaframleiðslu barna sem leið til að búa í haginn fyrir „elliárin".Vandinn er óviðráðanlegurÞað er staðreynd að fátækir skipta milljörðum á meðan við (í ríku löndunum) erum bara nokkur hundruð milljóna. Mörgum fallast því hendur frammi fyrir vandanum og horfa framhjá honum. En það þarf í raun ekki annað en að skoða drefingu, þ.e. misskiptingu, auðs í heiminum til að setja vandann í samhengi: Ríkustu 10% fullorðinna einstaklinga deila með sér um 85% alls auðs í heiminum á meðan sá helmingur jarðarbúa sem dregur fram lífið á undir tveimurBandaríkjadölum á dag - leiðrétt fyrir kaupmátt - deilir með sér 1%! Hægt væri, ef vilji væri fyrir hendi, að lyfta öllum yfir 2 dollara markið með tilfærslu á aðeins 300 milljörðum dala á ári.Það hljómar mikið en er í raun aðeins í kringum 1% af sameiginlegri vergri þjóðarframleiðslu ríku landanna - og minna en OECD-löndin ein og sér eyða í niðurgreiðslu óarðbærrar landbúnaðarframleiðslu! Við ættum vel að geta séð af því, jafnvel án þess svo mikið sem að finna fyrir því.Þróunaraðstoð gerir ekkert gagnOft heyrist talað um hve miklu hefur verið sólundað í þróunaraðstoð í gegnum árin án teljandi árangurs. Sumir halda því jafnvel fram að því meira sem við gefum því minna gagn geri það. Nánari athugun leiðir hins vegar í ljós að vandamálið hefur ekki verið of mikil aðstoð heldur óvönduð vinnubrögð og verklag sem stjórnast hefur af illa ígrundaðri ofurtrú á pólitíska hugmyndafræði og hagsmunagæslu. Reynslan sýnir að hnitmiðuð og vel undirbyggð þróunarsamvinna sem miðar að því að mæta frumþörfum fólks, s.s. á fæði, klæði, húsaskjóli, hreinu vatni, heilsugæslu, bólusetningum, menntun o.s.frv. gerir mikið gagn.Þar fyrir utan hefur sameiginlegt opinbert framlag ríku þjóðanna til þróunaraðstoðar hvorki haldist í hendur við vaxandi ríkidæmi þeirra né aukna misskiptingu og samþjöppun auðs í heiminum, hvað þá tekið mið af viðvarandi neyð hinna fátæku. Er það þversögn sem við getum lifað með, eða horft framhjá út í hið óendanlega? Í öllu falli þá skuldum við ekki bara sjálfum okkur það, heldur einkum og sér í lagi fátækum íbúum þessarar Jarðar okkar, að ígrunda vel afstöðu okkar til þróunaraðstoðar og fjárframlags til hennar í ljósi staðreynda en ekki á grunni goðsagna. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Umræðan Þróunarmál Vel má deila um áhrifamátt og áherslur í þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð. Oft tekst vel til, stundum ekki. Það sem er óumdeilt er að þróunarsamvinna kostar peninga. Ætla má að vel heppnuð verkefni skili enn meiri árangri með auknu fjármagni. Eins má reikna með að verkefni sem misfarast þyrftu ekki endilega að gera það ef fé væri kostað til þess að undirbyggja þau betur í ljósi fenginnar reynslu. Þá er mikilvægt að skilja þróunaraðstoð frá hagsmunum spilltra en valdamikilla einstaklinga og hagsmunahópa hvort heldur þeir tengjast gefandanum eða þiggjandanum. Eins og fram hefur komið í þarfri og góðri umræðu um Ísland og þróunaraðstoð undanfarið leikur nokkur vafi á því hvort Íslendingar séu að sinna þessum málaflokki „nægilega vel". Sú spurning er sérstaklega aðkallandi nú þegar hagsæld og eyðslugleði - m.ö.o. aflögufærni - þjóðarinnar hafa náð áður óþekktum hæðum. Réttið upp hönd sem eigið Ipod eða flatskjá eða myndavélarfarsíma. Er eign þessara hluta lífsspursmál fyrir ykkur? Hvað sem því líður þá er ljóst að hvert og eitt okkar gerir það upp við sína samvisku hvort og hvenær við eigum að kaupa okkur nýjustu græjuna eða í staðinn bjarga barni í fjarlægu landi frá hægum og kvalafullum dauða sem rekja má til fátæktar. En í samtölum okkar við samviskuna vegum við, ýmist meðvitað eða ómeðvitað, hin ýmsu rök með og á móti því að gefa (meira) til fátæks og þurfandi fólks. Rökin með ættu að vera augljós og gætu fallið undir t.d. gjafmildi, skyldurækni eða endurgreiðslu og yfirbót fyrir arðrán og eyðileggingu nýlendutímans, sem við höfum óbeint notið góðs af rétt eins og sá sem hagnast á verslun með þýfi hagnast á ógæfu réttmæts eiganda. Rökin á móti geta verið af ýmsum toga, en algengt er þó að þau byggist á goðsögnum eða misskilningi á stöðu mála frekar en ígrundaðri afstöðu til staðreynda. Hér eru raktar - og hraktar - þrjár slíkar goðsagnir sem geta staðið í vegi fyrir frekari framlögum fjár af hálfu aflögufærra einstaklinga eða yfirvalda til björgunar mannslífa:Með því að gefa aukum við bara við vandannMargir virðast trúa því að fjárhagsleg aðstoð núna framlengi bara, eða jafnvel auki á, þjáningar hinna fátæku seinna meir með því að ýta undir fólksfjölgun í fátækum löndum. Þannig myndi þróunaraðstoð vissulega vinna gegn markmiðum sínum. En það hefur þvert á móti sýnt sig að það hægir frekar á fólksfjölgun í þeim löndum og svæðum sem náð hafa einhverjum árangri í baráttunni við landlæga fátækt. Þetta á einkum við um svæði þar sem þróunaraðstoð miðar að uppfræðslu og menntun kvenna og stúlkna.Slík valdefling leiðir af sér að stúlkur giftast seinna, nota frekar getnaðarvarnir og eignast því færri börn en ella og verða færari um að taka ábyrgð á eigin örlögum og fjölskyldna sinna. Auk þess gefur það auga leið að um leið og foreldrar sjá að börn þeirra lifa af fyrstu æviárin og vaxa farsællega úr grasi, s.s. fyrir tilstuðlan bættrar næringar og sjúkdómavarna, þá minnkar þörfin á fjöldaframleiðslu barna sem leið til að búa í haginn fyrir „elliárin".Vandinn er óviðráðanlegurÞað er staðreynd að fátækir skipta milljörðum á meðan við (í ríku löndunum) erum bara nokkur hundruð milljóna. Mörgum fallast því hendur frammi fyrir vandanum og horfa framhjá honum. En það þarf í raun ekki annað en að skoða drefingu, þ.e. misskiptingu, auðs í heiminum til að setja vandann í samhengi: Ríkustu 10% fullorðinna einstaklinga deila með sér um 85% alls auðs í heiminum á meðan sá helmingur jarðarbúa sem dregur fram lífið á undir tveimurBandaríkjadölum á dag - leiðrétt fyrir kaupmátt - deilir með sér 1%! Hægt væri, ef vilji væri fyrir hendi, að lyfta öllum yfir 2 dollara markið með tilfærslu á aðeins 300 milljörðum dala á ári.Það hljómar mikið en er í raun aðeins í kringum 1% af sameiginlegri vergri þjóðarframleiðslu ríku landanna - og minna en OECD-löndin ein og sér eyða í niðurgreiðslu óarðbærrar landbúnaðarframleiðslu! Við ættum vel að geta séð af því, jafnvel án þess svo mikið sem að finna fyrir því.Þróunaraðstoð gerir ekkert gagnOft heyrist talað um hve miklu hefur verið sólundað í þróunaraðstoð í gegnum árin án teljandi árangurs. Sumir halda því jafnvel fram að því meira sem við gefum því minna gagn geri það. Nánari athugun leiðir hins vegar í ljós að vandamálið hefur ekki verið of mikil aðstoð heldur óvönduð vinnubrögð og verklag sem stjórnast hefur af illa ígrundaðri ofurtrú á pólitíska hugmyndafræði og hagsmunagæslu. Reynslan sýnir að hnitmiðuð og vel undirbyggð þróunarsamvinna sem miðar að því að mæta frumþörfum fólks, s.s. á fæði, klæði, húsaskjóli, hreinu vatni, heilsugæslu, bólusetningum, menntun o.s.frv. gerir mikið gagn.Þar fyrir utan hefur sameiginlegt opinbert framlag ríku þjóðanna til þróunaraðstoðar hvorki haldist í hendur við vaxandi ríkidæmi þeirra né aukna misskiptingu og samþjöppun auðs í heiminum, hvað þá tekið mið af viðvarandi neyð hinna fátæku. Er það þversögn sem við getum lifað með, eða horft framhjá út í hið óendanlega? Í öllu falli þá skuldum við ekki bara sjálfum okkur það, heldur einkum og sér í lagi fátækum íbúum þessarar Jarðar okkar, að ígrunda vel afstöðu okkar til þróunaraðstoðar og fjárframlags til hennar í ljósi staðreynda en ekki á grunni goðsagna. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun