Kirkjur og þverstæður mannlegs lífs 4. október 2007 00:01 Bróðursonur minn, séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, birti vonda grein í Fréttablaðinu, föstudaginn 28. september sl. Efni hennar er að fordæma Siðmennt, félag siðrænna húmanista, fyrir veraldlega athöfn í Fríkirkjunni nýlega. Erfitt er að deila við náinn ættingja sem er 39 árum yngri en ég. En ég tel að í grein þessari hafi fræðimaðurinn Gunnar vikið fyrir presti sem vill styðja kirkjuvald. Ég tel að grein Gunnars sé óvirðing við þekkingu hans. Meginmálið í grein Gunnars er að veraldleg athöfn megi ekki fara fram í kirkju. Þetta er undarleg guðfræði hjá presti í mótmælendasið. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni, hefur þegar svarað þessu fyrir sitt leyti; kirkjan er aðeins umbúnaður um heilaga athöfn og er ekki heilög af sjálfu sér fremur en aðrir veraldlegir hlutir. Þetta var og skilningur Lúters og helstu lærisveina hans á 16. öld í uppgjöri þeirra við kaþólskan sið. Nýjar kirkjur í lúterskum sið voru því ekki vígðar. Þær voru hins vegar blessaðar. Gunnar veit vel muninn á þessu tvennu. Það var fyrst á seinni hluta 20. aldar sem farið var að vígja kirkjur hér á landi. Samkvæmt lúterskri hefð er kirkja veraldlegur staður og dugmesti biskup Íslands við innleiðingu lúterstrúar, Guðbrandur Þorláksson (1541-1627), lét afnema kirkjugrið og veitti veraldlegum yfirvöldum rétt til að nota kirkjur með samþykki prests og prófasts. Hér á landi voru kirkjur ávallt margar en hér voru engar aðrar opinberar byggingar. Kirkjur voru því nýttar löngum á margvíslegan hátt, m.a. til veisluhalds, sbr. sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar (1728-1791). Um athöfnina í Fríkirkjunni: Siðmennt á ekkert húsnæði og því var leitað til prests Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem er þekktur fyrir að meta kærleika meira en formhyggju. Athöfnin fólst í því að brúðhjónin endurtóku heit sín um ást og traust í viðurvist fjölda manns. Er slíkt athæfi ókristilegt? E.t.v. þyrfti Siðmennt ekki að vera í húsnæðishraki fengi félagið sóknargjöld meðlima sinna en svo er ekki raunin. Opinberir aðilar veita félaginu enga styrki. Almenn árleg velta þess nemur ríkisgreiddum launum eins prests Þjóðkirkjunnar í tvo mánuði. Nær öll vinna á vegum þess er sjálfboðastarf. Gunnari finnst þverstæða felast í því að borgaraleg athöfn fari fram í vígðu húsi eins og hann lýsir Fríkirkjunni í Reykjavík. Vera má að hér hafi hann nokkuð til síns máls. En lífið einkennist af þverstæðum og andstæðum sem geta sameinast í eina heild. Þannig byggir kristin trú á þverstæðunum syndinni og náðinni: maðurinn syndgar og fær fyrirgefningu, náð, fyrir trú á Krist. Að fordæma þverstæður getur aukið skynsemi en einnig skapað umburðarleysi og kreddufestu. Hér ræður samhengi hlutanna hverju sinni. En sanntrúaður prestur sem fordæmir þverstæður ætti að stíga hér varlega til jarðar ef hann vill vera sjálfum sér samkvæmur í trú sinni.Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Bróðursonur minn, séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, birti vonda grein í Fréttablaðinu, föstudaginn 28. september sl. Efni hennar er að fordæma Siðmennt, félag siðrænna húmanista, fyrir veraldlega athöfn í Fríkirkjunni nýlega. Erfitt er að deila við náinn ættingja sem er 39 árum yngri en ég. En ég tel að í grein þessari hafi fræðimaðurinn Gunnar vikið fyrir presti sem vill styðja kirkjuvald. Ég tel að grein Gunnars sé óvirðing við þekkingu hans. Meginmálið í grein Gunnars er að veraldleg athöfn megi ekki fara fram í kirkju. Þetta er undarleg guðfræði hjá presti í mótmælendasið. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni, hefur þegar svarað þessu fyrir sitt leyti; kirkjan er aðeins umbúnaður um heilaga athöfn og er ekki heilög af sjálfu sér fremur en aðrir veraldlegir hlutir. Þetta var og skilningur Lúters og helstu lærisveina hans á 16. öld í uppgjöri þeirra við kaþólskan sið. Nýjar kirkjur í lúterskum sið voru því ekki vígðar. Þær voru hins vegar blessaðar. Gunnar veit vel muninn á þessu tvennu. Það var fyrst á seinni hluta 20. aldar sem farið var að vígja kirkjur hér á landi. Samkvæmt lúterskri hefð er kirkja veraldlegur staður og dugmesti biskup Íslands við innleiðingu lúterstrúar, Guðbrandur Þorláksson (1541-1627), lét afnema kirkjugrið og veitti veraldlegum yfirvöldum rétt til að nota kirkjur með samþykki prests og prófasts. Hér á landi voru kirkjur ávallt margar en hér voru engar aðrar opinberar byggingar. Kirkjur voru því nýttar löngum á margvíslegan hátt, m.a. til veisluhalds, sbr. sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar (1728-1791). Um athöfnina í Fríkirkjunni: Siðmennt á ekkert húsnæði og því var leitað til prests Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem er þekktur fyrir að meta kærleika meira en formhyggju. Athöfnin fólst í því að brúðhjónin endurtóku heit sín um ást og traust í viðurvist fjölda manns. Er slíkt athæfi ókristilegt? E.t.v. þyrfti Siðmennt ekki að vera í húsnæðishraki fengi félagið sóknargjöld meðlima sinna en svo er ekki raunin. Opinberir aðilar veita félaginu enga styrki. Almenn árleg velta þess nemur ríkisgreiddum launum eins prests Þjóðkirkjunnar í tvo mánuði. Nær öll vinna á vegum þess er sjálfboðastarf. Gunnari finnst þverstæða felast í því að borgaraleg athöfn fari fram í vígðu húsi eins og hann lýsir Fríkirkjunni í Reykjavík. Vera má að hér hafi hann nokkuð til síns máls. En lífið einkennist af þverstæðum og andstæðum sem geta sameinast í eina heild. Þannig byggir kristin trú á þverstæðunum syndinni og náðinni: maðurinn syndgar og fær fyrirgefningu, náð, fyrir trú á Krist. Að fordæma þverstæður getur aukið skynsemi en einnig skapað umburðarleysi og kreddufestu. Hér ræður samhengi hlutanna hverju sinni. En sanntrúaður prestur sem fordæmir þverstæður ætti að stíga hér varlega til jarðar ef hann vill vera sjálfum sér samkvæmur í trú sinni.Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar