Enn af sagnfræði og trú 24. ágúst 2007 06:00 Kristni er í huga flestra háð því að ákveðnir atburðir hafi í raun og veru átt sér stað, að þeir séu sagnfræðilegar staðreyndir. Fræðimenn hafa átt það til að komast að öðrum niðurstöðum og veikja þar með grundvöllinn að kennivaldi kirkjunnar og jafnvel hefur verið litið á vísindi og trú sem andstæður. Sú afstaða hefst að mestu með upplýsingastefnunni. Kenningar kirkjunnar taka margar að láta á sjá og ákveðin andkristni verður vinsæl meðal menntamanna. Í lok 18. aldar er sagnfræðingurinn mikli Edward Gibbon ekki í vafa um að kristni var ein af helstu orsökunum fyrir hnignun og falli Rómvarveldis og gerir óspart grín að galdrakukli frumkristinna. Á sama tíma birtast fyrstu efasemdarit þýskra guðfræðinga sem rannsakað höfðu texta biblíunnar með gagnrýnu hugarfari. Á nítjándu öld kollvörpuðu náttúruvísindin endanlega hinni kristnu heimsmynd og rannsóknir guðfræðinga og sagnfræðinga á biblíutextum sýndi hversu óáreiðanlegir þeir voru. Nýguðfræðin til bjargar Kristnin stóð orðið verulega höllum fæti og brugðust guðfræðingar við því með nýrri og fjálslyndari guðfræði. Jón Helgason var biskup 1916 til 1938 og taldist til nýguðfræðinga. Ekki voru allir sáttir við þessa nýju stefnu, enda sagði séra Árna aðspurður að enn væri biskupinn “allt of ern”. Samkvæmt nýguðfræðinni er ekki gert ráð fyrir að neitt í Biblíunni sé bókstaflega rétt heldur beri að túlka allt sem þar stendur og túlki þá hver fyrir sig. Ekki fær kirkjan mikið hlutverk þarna og jafnframt virðist stutt í trúleysi enda litu margir svo á. Jón Helgason gekk til náms í Kaupmannahöfn og þar er enn að finna mjög svo frjálslynda róttæka guðfræðinga. Ekki fer miklum sögum af þeim hér á landi. Fornleifarnar bjarga Eftir því sem veldi Ottómana hnignaði reyndist auðveldara að stunda fornleifarannsóknir í Palestínu og meðal stórmenna sem það gerðu var W.F. Albright við upphaf 20. aldarinnar. Gengu menn þar til verks með biblíuna í annarri hendinni en múrskeiðina í hinni. Eftir stofnun Ísraelsríkis tóku við menn á borð við Yigael Yadin við rannsóknum. Markmið Yadins og annarra var einnig að staðfesta sagnfræði Biblíunnar en nú í þeim tilgangi að rökstyðja yfirráð gyðinga í Palestínu. Leitið og þér munuð finna er sagt og víst er að sannanir á biblíusögum reyndust á hverju strái. Jeríkó og aðrar borgir sýndu augljós merki um innrás Jósúa, en í Megiddo og Hazor fundu menn ummerki um stórveldi Davíðs og Salómons. Hver uppgröfturinn á fætur öðrum staðfesti sagnfræði Gamla testamentisins. Eftir því sem mönnum varð kunnugt um þessar rannsóknir á seinni hluta 20. aldarinnar færðist klerkum kapp í kinn og sú bylgja strangtrúnaðar sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna þrjá áratugi eða svo er ein afleiðing þess að nú þóttust menn hafa sannað Biblíuna, alla vega fyrri hluta og þann sem skiptir máli fyrir rísandi stórveldi. Spennandi tímar Eftir sex daga stríðið 1967 opnaðist ísraelskum fornleifafræðingum fyrst aðgangur að hinum fornu svæðum Ísraels og Júdeu eins og þeim er lýst í Biblíunni en þau eru á því svæði sem kallast Vesturbakkinn. Nýjum aðferðum var beitt og trú á sagnfræði Biblíunnar var ekki lengur talin forsenda. Þeir Finkelstein og Silberman hafa tekið saman rannsóknarniðurstöður síðustu áratugi í tveimur bókum frá 2001 og 2006. Í stuttu máli er búið að kollvarpa flestu því sem á undan var gengið. Nánast engin ummerki finnast um neitt af því sem segir frá í Biblíunni fyrr en komið er fram á 9. öld f.o.t. Enginn Ísraelslýður í Sínai, engin innrás Jósúa, ekkert stórveldi Davíðs og Salómons. Gríðarleg gróska er á þessu sviði og merkar nýjungar sífellt að koma fram en það er sérstakt til þess að hugsa að ófriður sá, sem nú stendur yfir í Palestínu skuli hindra rannsóknir á trúverðugleika þeirra bókar er ófriðnum olli til að byrja með. Heimildaskrá þessarar greinar má finna á blogg.visir.is/binntho. Höfundur er verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kristni er í huga flestra háð því að ákveðnir atburðir hafi í raun og veru átt sér stað, að þeir séu sagnfræðilegar staðreyndir. Fræðimenn hafa átt það til að komast að öðrum niðurstöðum og veikja þar með grundvöllinn að kennivaldi kirkjunnar og jafnvel hefur verið litið á vísindi og trú sem andstæður. Sú afstaða hefst að mestu með upplýsingastefnunni. Kenningar kirkjunnar taka margar að láta á sjá og ákveðin andkristni verður vinsæl meðal menntamanna. Í lok 18. aldar er sagnfræðingurinn mikli Edward Gibbon ekki í vafa um að kristni var ein af helstu orsökunum fyrir hnignun og falli Rómvarveldis og gerir óspart grín að galdrakukli frumkristinna. Á sama tíma birtast fyrstu efasemdarit þýskra guðfræðinga sem rannsakað höfðu texta biblíunnar með gagnrýnu hugarfari. Á nítjándu öld kollvörpuðu náttúruvísindin endanlega hinni kristnu heimsmynd og rannsóknir guðfræðinga og sagnfræðinga á biblíutextum sýndi hversu óáreiðanlegir þeir voru. Nýguðfræðin til bjargar Kristnin stóð orðið verulega höllum fæti og brugðust guðfræðingar við því með nýrri og fjálslyndari guðfræði. Jón Helgason var biskup 1916 til 1938 og taldist til nýguðfræðinga. Ekki voru allir sáttir við þessa nýju stefnu, enda sagði séra Árna aðspurður að enn væri biskupinn “allt of ern”. Samkvæmt nýguðfræðinni er ekki gert ráð fyrir að neitt í Biblíunni sé bókstaflega rétt heldur beri að túlka allt sem þar stendur og túlki þá hver fyrir sig. Ekki fær kirkjan mikið hlutverk þarna og jafnframt virðist stutt í trúleysi enda litu margir svo á. Jón Helgason gekk til náms í Kaupmannahöfn og þar er enn að finna mjög svo frjálslynda róttæka guðfræðinga. Ekki fer miklum sögum af þeim hér á landi. Fornleifarnar bjarga Eftir því sem veldi Ottómana hnignaði reyndist auðveldara að stunda fornleifarannsóknir í Palestínu og meðal stórmenna sem það gerðu var W.F. Albright við upphaf 20. aldarinnar. Gengu menn þar til verks með biblíuna í annarri hendinni en múrskeiðina í hinni. Eftir stofnun Ísraelsríkis tóku við menn á borð við Yigael Yadin við rannsóknum. Markmið Yadins og annarra var einnig að staðfesta sagnfræði Biblíunnar en nú í þeim tilgangi að rökstyðja yfirráð gyðinga í Palestínu. Leitið og þér munuð finna er sagt og víst er að sannanir á biblíusögum reyndust á hverju strái. Jeríkó og aðrar borgir sýndu augljós merki um innrás Jósúa, en í Megiddo og Hazor fundu menn ummerki um stórveldi Davíðs og Salómons. Hver uppgröfturinn á fætur öðrum staðfesti sagnfræði Gamla testamentisins. Eftir því sem mönnum varð kunnugt um þessar rannsóknir á seinni hluta 20. aldarinnar færðist klerkum kapp í kinn og sú bylgja strangtrúnaðar sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna þrjá áratugi eða svo er ein afleiðing þess að nú þóttust menn hafa sannað Biblíuna, alla vega fyrri hluta og þann sem skiptir máli fyrir rísandi stórveldi. Spennandi tímar Eftir sex daga stríðið 1967 opnaðist ísraelskum fornleifafræðingum fyrst aðgangur að hinum fornu svæðum Ísraels og Júdeu eins og þeim er lýst í Biblíunni en þau eru á því svæði sem kallast Vesturbakkinn. Nýjum aðferðum var beitt og trú á sagnfræði Biblíunnar var ekki lengur talin forsenda. Þeir Finkelstein og Silberman hafa tekið saman rannsóknarniðurstöður síðustu áratugi í tveimur bókum frá 2001 og 2006. Í stuttu máli er búið að kollvarpa flestu því sem á undan var gengið. Nánast engin ummerki finnast um neitt af því sem segir frá í Biblíunni fyrr en komið er fram á 9. öld f.o.t. Enginn Ísraelslýður í Sínai, engin innrás Jósúa, ekkert stórveldi Davíðs og Salómons. Gríðarleg gróska er á þessu sviði og merkar nýjungar sífellt að koma fram en það er sérstakt til þess að hugsa að ófriður sá, sem nú stendur yfir í Palestínu skuli hindra rannsóknir á trúverðugleika þeirra bókar er ófriðnum olli til að byrja með. Heimildaskrá þessarar greinar má finna á blogg.visir.is/binntho. Höfundur er verkamaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun