Mikilvægi framkvæmdar fjárlaga 23. ágúst 2007 06:00 Með fjárlögum samþykkir Alþingi þau útgjöld og þann tekjugrunn sem ráðuneytum og stofnunum ríkisins eru heimiluð vegna starfsemi sinnar. Áður en til frekari útgjalda er stofnað þarf að fá til þess frekari heimild hjá Alþingi. Stjórnarskráin kveður m.a. á um að ekkert gjald megi greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Á síðustu árum hafa verið gerðar margvíslegar breytingar á fjárlagaferlinu. Markmiðið hefur verið að styrkja tök stjórnvalda á ríkisfjármálum og stuðla að agaðri fjármálastjórn. Hið nýja skipulag fjárlagagerðar og rammaskipulag hefur almennt gefist vel. Það sem helst hefur þó skort er að sá agi sem felst í skipulaginu fer stundum forgörðum þegar komið er því að loka fjárlögunum. Það er því mikilvægt að afgreiðsla Alþingis á fjárlögum snúist meira um heildarsamhengi ríkisfjármálanna en nú er. Til þess að sú verði raunin þarf m.a. Alþingi, fjárlaganefnd og aðrar fagnefndir að vera upplýstar, en ekki síður að vera tilbúnar í að fjalla um framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti nýlega niðurstöðu sína vegna framkvæmdar fjárlaga ársins 2006 og hefur fjárlaganefnd Alþingis tekið skýrsluna nú þegar til efnislegrar meðferðar. Það skiptir nefndina miklu að hafa skýrslur sem þessar til hliðsjónar og upplýsingar í störfum sínum. Það er eitt af meginhlutverkum fjárlaganefndarinnar að fylgjast með framkvæmdinni og styðja þannig Ríkisendurskoðun á beinan og óbeinan hátt í mikilvægum störfum sínum. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og greint frá eftirlitshlutverki ráðuneytanna. Ákvæði reglugerðarinnar eru skýr og gefa fyrirmæli um að það beri að virða fjárlögin til fjárheimilda en ekki sem áætlun sem beri aðeins að hafa til hliðsjónar. Það er skýrt að Alþingi fer með fjárveitingarvaldið og það er ábyrgð Alþingis, ráðuneyta og forstöðumanna stofnana að sjá til þess að fjárlögin séu virt. Á sama hátt liggur fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði Alþingis og eftirlitshlutverk þess. Að framansögðu ber að muna að það er ekki einungis fjárlagagerðin sem er vandasöm, heldur ekki síður framkvæmdin dag frá degi - ákvörðunartakan verður þannig að rúmast innan heimilda fjárlaga hverju sinni. Höfundur er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Með fjárlögum samþykkir Alþingi þau útgjöld og þann tekjugrunn sem ráðuneytum og stofnunum ríkisins eru heimiluð vegna starfsemi sinnar. Áður en til frekari útgjalda er stofnað þarf að fá til þess frekari heimild hjá Alþingi. Stjórnarskráin kveður m.a. á um að ekkert gjald megi greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Á síðustu árum hafa verið gerðar margvíslegar breytingar á fjárlagaferlinu. Markmiðið hefur verið að styrkja tök stjórnvalda á ríkisfjármálum og stuðla að agaðri fjármálastjórn. Hið nýja skipulag fjárlagagerðar og rammaskipulag hefur almennt gefist vel. Það sem helst hefur þó skort er að sá agi sem felst í skipulaginu fer stundum forgörðum þegar komið er því að loka fjárlögunum. Það er því mikilvægt að afgreiðsla Alþingis á fjárlögum snúist meira um heildarsamhengi ríkisfjármálanna en nú er. Til þess að sú verði raunin þarf m.a. Alþingi, fjárlaganefnd og aðrar fagnefndir að vera upplýstar, en ekki síður að vera tilbúnar í að fjalla um framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti nýlega niðurstöðu sína vegna framkvæmdar fjárlaga ársins 2006 og hefur fjárlaganefnd Alþingis tekið skýrsluna nú þegar til efnislegrar meðferðar. Það skiptir nefndina miklu að hafa skýrslur sem þessar til hliðsjónar og upplýsingar í störfum sínum. Það er eitt af meginhlutverkum fjárlaganefndarinnar að fylgjast með framkvæmdinni og styðja þannig Ríkisendurskoðun á beinan og óbeinan hátt í mikilvægum störfum sínum. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og greint frá eftirlitshlutverki ráðuneytanna. Ákvæði reglugerðarinnar eru skýr og gefa fyrirmæli um að það beri að virða fjárlögin til fjárheimilda en ekki sem áætlun sem beri aðeins að hafa til hliðsjónar. Það er skýrt að Alþingi fer með fjárveitingarvaldið og það er ábyrgð Alþingis, ráðuneyta og forstöðumanna stofnana að sjá til þess að fjárlögin séu virt. Á sama hátt liggur fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að mikilvægt er að standa vörð um sjálfstæði Alþingis og eftirlitshlutverk þess. Að framansögðu ber að muna að það er ekki einungis fjárlagagerðin sem er vandasöm, heldur ekki síður framkvæmdin dag frá degi - ákvörðunartakan verður þannig að rúmast innan heimilda fjárlaga hverju sinni. Höfundur er formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun