Sóknarfæri með breyttri sýn Helga Björg Ragnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2007 08:00 Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á fundi leikskólaráðs á miðvikudaginn var samþykkt tillaga frá Vinstri grænum sem markaði tímamót í ýmsum skilningi. Í tillögunni fólust tilmæli um að nýta ákvæði kjarasamnings til tímabundinna greiðslna til að bregðast við tímabundnum aðstæðum á vinnumarkaði sem leiða af sér meira starfsálag. Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í gær var svo samþykkt tillaga ráðsins um að nýta launarammann með svipuðum hætti, mögulega með álagsgreiðslum til þess starfsfólks sem starfar á frístundaheimilum undir miklu álagi sömuleiðis.Var tillögunni vísað til meðferðar í samráðshópi borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði. Borgin viðurkennir álagiðSvandís SvavarsdóttirÁ leikskólum Reykjavíkur er auk leikskólakennara fjöldi starfsmanna sem á aðild að samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og önnur stéttarfélög. Það má öllum vera ljóst að álagið á starfsfólk leikskólanna er gríðarlegt við þær aðstæður sem nú er uppi og gildir þá einu í hvaða stéttarfélagi fólk er. Á umræddum fundi Leikskólaráðs var aðeins samningur Félags leikskólakennara til umfjöllunar en má ljóst vera að í þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á fundinum fólst viðurkenning á álaginu á allt starfsfólk leikskólanna og vilji til að koma til móts við það með einhverjum þeim hætti sem rúmast innan launarammans. Kjaramálin á dagskráÞví ber að fagna að borgaryfirvöld vilja koma til móts við sitt starfsfólk að þessu leyti og sérstaklega þeim kjarki sem kom fram á fundi leikskólaráðs þegar samþykkt var að kjaramálin væru tekin þar á dagskrá. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn láti sig kjaramálin varða og átti sig á og viðurkenni þá staðreynd að þau verða ekki rofin úr samhengi við umræðu um þjónustu borgarinnar, faglega umræðu og aðra þætti sem ræddir eru á fundum fagráða. Starfsfólk borgarinnar þarf að búa við gott og stöðugt starfsumhverfi til að geta rækt sitt starf og til að borgin geti verið stolt af þeirri þjónustu sem hún veitir ekki síst við börn og ungmenni. Allt upp á borðiðÁ umræddum fundi leikskólaráðs var sömuleiðis samþykkt tillaga um að kalla eftir upplýsingum um allar launagreiðslur borgarinnar, samkvæmt taxta, yfirvinnugreiðslur og aðrar greiðslur skipt eftir sviðum. Það er afar brýnt að allar upplýsingar um launamál séu hiklaust uppi á borðinu því að á grundvelli upplýsinga er unnt að ræða málin, gera tillögur til úrbóta og horfa til framtíðar. Laun eru einn stærsti útgjaldaliður borgarinnar og þáttur sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða, hvernig þeim er skipt með tilliti til starfsstétta, kynja og svo framvegis. Opin umræða og nýir möguleikarÞað sóknarfæri sem myndaðist á fundi leikskólaráðs fyrir alla sem vilja betri kjör, betri borg og betri þjónustu eigum við öll að nýta okkur, stéttarfélög, stjórnmálamenn og borgarbúar allir. Með opinni kjaraumræðu með fullri þátttöku stjórnmálanna komumst við lengra fram á veginn í þágu barnanna og framtíðarinnar.Helga Björg er full-trúi VG í leikskólaráði og Svandís borgarfulltrúi VG.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar