Raikkönen er ofmetinn ökumaður 19. febrúar 2007 17:01 Kimi Raikkönen er af flestum álitinn arftaki Michael Schumacher hjá Ferrari, en Villeneuve er á öðru máli NordicPhotos/GettyImages Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. "Kimi er ofmetinn sem alhliða ökumaður, því hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að stökkva um borð í bílnum og aka hratt. Alhliða ökumaður eyðir miklum tíma með hönnuðum og vélvirkjum til að bæta hvert einasta smáatriði við þróun bílsins. Að sumu leyti er ef til vill fínt að vera með þannig ökumann, en maður spyr sig hvort hann sé tilbúinn að helga sig íþróttinni," sagði Villeneuve, sem dregur tryggði Finnans í efa. "Ég hugsa að hann eigi eftir að eiga fínar keppnir inn á milli en svo á hann eftir að hverfa þess á milli og fólk á eftir að spá í það hvað hann sé eiginlega að hugsa. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann hyrfi skyndilega á braut einn daginn og segði skilið við Formúlu 1," sagði Villeneuve. "Kimi á eftir að vinna nokkrar keppnir en ég get ekki séð að hann eigi eftir að halda merkjum liðsins á lofti. Það kemur í hlut Felipe Massa og hann á eflaust eftir að verða leiðtogi liðsins. Hann stóð sig mjög vel í fyrra þrátt fyrir ungan aldru og leit hreint ekki svo illa út við hlið Schumacher. Hann gerði fá mistök og er klókur og hæfileikaríkur ökumaður og ef hann fær góðan bíl, trúi ég að hann gæti eftir að verða mjög góður í framtíðinni." Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. "Kimi er ofmetinn sem alhliða ökumaður, því hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að stökkva um borð í bílnum og aka hratt. Alhliða ökumaður eyðir miklum tíma með hönnuðum og vélvirkjum til að bæta hvert einasta smáatriði við þróun bílsins. Að sumu leyti er ef til vill fínt að vera með þannig ökumann, en maður spyr sig hvort hann sé tilbúinn að helga sig íþróttinni," sagði Villeneuve, sem dregur tryggði Finnans í efa. "Ég hugsa að hann eigi eftir að eiga fínar keppnir inn á milli en svo á hann eftir að hverfa þess á milli og fólk á eftir að spá í það hvað hann sé eiginlega að hugsa. Það kæmi mér ekkert á óvart að hann hyrfi skyndilega á braut einn daginn og segði skilið við Formúlu 1," sagði Villeneuve. "Kimi á eftir að vinna nokkrar keppnir en ég get ekki séð að hann eigi eftir að halda merkjum liðsins á lofti. Það kemur í hlut Felipe Massa og hann á eflaust eftir að verða leiðtogi liðsins. Hann stóð sig mjög vel í fyrra þrátt fyrir ungan aldru og leit hreint ekki svo illa út við hlið Schumacher. Hann gerði fá mistök og er klókur og hæfileikaríkur ökumaður og ef hann fær góðan bíl, trúi ég að hann gæti eftir að verða mjög góður í framtíðinni."
Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira