Viðheldur fáfræði kristninni? Sigurður Pálsson skrifar 25. júlí 2007 05:45 Vísindasagnfræðingurinn dr. Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið 16. júlí s.l. í grein með sama heiti og þessi. Þar segir hann frá nýfenginni þekkingu sinni á ritunarsögu Nýja testamentisins og textafræðilegum úrlausnarefnum sem hann hefur frá bandaríska guðfræðiprófessornum Bart D. Ehrmann, einnig þeirri „að Jesús var nokkuð líklega til!“ Ehrmann þessi mun vera í röð fremstu sérfræðinga í textafræðum Nýja testamentisins. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Það er einkum tvennt sem virðist hafa vakið athygli og ánægju Steindórs. Annars vegar umræða Ehrmanns um heimsslitakenningar Jesú og hins vegar upplýsingar um ritunarsögu Nýja testamentisins og uppgötvanir textafræðinga á ólíkum lesháttum milli einstakra handrita sem fundist hafa. Tilgreinir hann sem dæmi að fræðimenn álíti að síðustu tólf versin í Matteusarguðspjalli séu að líkindum seinni tíma viðbót. Er svo að skilja að þessu og öðru hafi verið haldið leyndu fyrir almenningi í blekkingarskyni. Í fræðilegum útgáfum af grískum texta Nýja testamentisins er gerð grein fyrir margvíslegum textaafbrigðum. Þau eru ekkert leyndarmál. Fleiri forn handrit hafa fundist af ritum Nýja testamentisins, og annarra rita sem því tengjast, en af nokkrum öðrum fornum ritum. Þessar fræðilegu textaútgáfur eru síðan notaðar við Biblíuþýðingar og endurskoðun þýðinga um allan heim. Það vill svo til að í íslensku Biblíunni er getið um þetta umrædda textaafbrigði neðanmáls í Markúsarguðspjalli. Svo er um mörg önnur textaafbrigði. Hvert er leyndarmálið sem verið er að ljóstra upp? Að túlka niðurstöðurMargar af niðurstöðum Ehrmanns koma þeim ekki á óvart sem gluggað hafa í ritunarsögu Nýja testamentisins. Það kemur heldur ekki á óvart að fræðimenn dragi ólíkar ályktanir af niðurstöðum sínum. Þess vegna er hægt að finna virta vísindamenn sem komast að hliðstæðum niðurstöðum en draga af þeim ólíkar ályktanir. Menn eru nefnilega á hálum ís, sem erfitt getur verið að fóta sig á, þegar ályktanir eru dregnar af líkum, að ekki sé talað um ályktanir sem dregnar eru af týndum heimildum. Ályktanir fræðimanna, sagnfræðinga sem annarra, eru yfirleitt túlkun á niðurstöðum. Í sagnfræði er þessi túlkun m.a. fengin með hjálp túlkunarfræðanna, auk þess sem forsendur sem menn gefa sér og jafnvel lífsviðhorf rannsakandans geta haft áhrif. Það er eðli vísindanna að takast á um álitamál til að komast nær sannleikanum. Þetta veit vísindasagnfræðigurinn að sjálfsögðu. Sama gildir um framlag hins merka guðfræðings og mannvinar Alberts Schweitzers. Hann uppgötvaði ekki fyrstur heimsslitaþáttinn í kenningu Jesú, enda hefur kirkjan aldrei þagað um hann. Schweitzer rannsakaði hins vegar þennan þátt sérstaklega og varpað nýju ljósi á sumt og vakti það athygli fyrir einni öld. Þær víðtæku ályktanir sem hann dró af niðurstöðum sínum eru hins vegar umdeildar. Sjálfur hef ég kosið að draga þá ályktun af niðurstöðum textafræðanna að grundvallarvitnisburður Nýja testamentisins sé í hæsta máta trúverðugur, vegna þess að þrátt fyrir margvíslegar uppgötvanir textafræðanna á textaafbrigðum, hafa þær ekki haggað grundvallaratriðum kristinnar trúar. Ég er þar í félagsskap mér lærðari manna. Samsæri kristinna kennimannaTilefni greinar Steindórs virðist þó ekki fyrst og fremst vera áhugi á textasögu Nýja testamentisins heldur ákafi hans að sýna fram á að kristin trú og boðun kirkjunnar hafi frá örófi alda verið byggð á vísvitandi blekkingum. Þær leynast víða samsæriskenningarnar. Hvers vegna er ekki hægt að álykta sem svo að mönnum í frumkirkjunni hafi verið í mun að varðveita boðskap frumvotta kristinnar trúar eins vel og kostur var? Gerir það niðurstöðurnar ótrúverðugri að deilt hafi verið um leiðir til þess? Bendir reglan sem menn settu sér þegar ritin voru valin í Nýja testamentið á 4. öld ekki einmitt til vilja til að hafa það heldur er sannara reynist, þ.e. sú regla að velja eingöngu rit sem postuli hefði ritað eða postulalærisveinn, eða rit sem verið hefðu í notkun í söfnuði sem postuli hefði stofnað? Það er dapurlegt að menn skuli þurfa að tala um kristna kennimenn sem blekkingasmiði „sem er í mun að viðhalda sýndarmyndinni sem kirkjan hefur í gegnum aldirnar dregið upp til að viðhalda kristinni trú“, eins og Steindór kemst að orði. Það er dapurlegt að menn sjái sig tilneydda að tala um kristinn almenning sem einhvers konar fáfróða, jarmandi sauði sem sneyddir eru allri gagnrýninni hugsun og láti fíflast af kenningum blekkingasmiða. Einhvern veginn finnst manni bágt ef menn þarfnast slíkra viðhorfa til að verja sína eigin guðlausu trúarsannfæringu.Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Vísindasagnfræðingurinn dr. Steindór J. Erlingsson skrifaði í Fréttablaðið 16. júlí s.l. í grein með sama heiti og þessi. Þar segir hann frá nýfenginni þekkingu sinni á ritunarsögu Nýja testamentisins og textafræðilegum úrlausnarefnum sem hann hefur frá bandaríska guðfræðiprófessornum Bart D. Ehrmann, einnig þeirri „að Jesús var nokkuð líklega til!“ Ehrmann þessi mun vera í röð fremstu sérfræðinga í textafræðum Nýja testamentisins. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Það er einkum tvennt sem virðist hafa vakið athygli og ánægju Steindórs. Annars vegar umræða Ehrmanns um heimsslitakenningar Jesú og hins vegar upplýsingar um ritunarsögu Nýja testamentisins og uppgötvanir textafræðinga á ólíkum lesháttum milli einstakra handrita sem fundist hafa. Tilgreinir hann sem dæmi að fræðimenn álíti að síðustu tólf versin í Matteusarguðspjalli séu að líkindum seinni tíma viðbót. Er svo að skilja að þessu og öðru hafi verið haldið leyndu fyrir almenningi í blekkingarskyni. Í fræðilegum útgáfum af grískum texta Nýja testamentisins er gerð grein fyrir margvíslegum textaafbrigðum. Þau eru ekkert leyndarmál. Fleiri forn handrit hafa fundist af ritum Nýja testamentisins, og annarra rita sem því tengjast, en af nokkrum öðrum fornum ritum. Þessar fræðilegu textaútgáfur eru síðan notaðar við Biblíuþýðingar og endurskoðun þýðinga um allan heim. Það vill svo til að í íslensku Biblíunni er getið um þetta umrædda textaafbrigði neðanmáls í Markúsarguðspjalli. Svo er um mörg önnur textaafbrigði. Hvert er leyndarmálið sem verið er að ljóstra upp? Að túlka niðurstöðurMargar af niðurstöðum Ehrmanns koma þeim ekki á óvart sem gluggað hafa í ritunarsögu Nýja testamentisins. Það kemur heldur ekki á óvart að fræðimenn dragi ólíkar ályktanir af niðurstöðum sínum. Þess vegna er hægt að finna virta vísindamenn sem komast að hliðstæðum niðurstöðum en draga af þeim ólíkar ályktanir. Menn eru nefnilega á hálum ís, sem erfitt getur verið að fóta sig á, þegar ályktanir eru dregnar af líkum, að ekki sé talað um ályktanir sem dregnar eru af týndum heimildum. Ályktanir fræðimanna, sagnfræðinga sem annarra, eru yfirleitt túlkun á niðurstöðum. Í sagnfræði er þessi túlkun m.a. fengin með hjálp túlkunarfræðanna, auk þess sem forsendur sem menn gefa sér og jafnvel lífsviðhorf rannsakandans geta haft áhrif. Það er eðli vísindanna að takast á um álitamál til að komast nær sannleikanum. Þetta veit vísindasagnfræðigurinn að sjálfsögðu. Sama gildir um framlag hins merka guðfræðings og mannvinar Alberts Schweitzers. Hann uppgötvaði ekki fyrstur heimsslitaþáttinn í kenningu Jesú, enda hefur kirkjan aldrei þagað um hann. Schweitzer rannsakaði hins vegar þennan þátt sérstaklega og varpað nýju ljósi á sumt og vakti það athygli fyrir einni öld. Þær víðtæku ályktanir sem hann dró af niðurstöðum sínum eru hins vegar umdeildar. Sjálfur hef ég kosið að draga þá ályktun af niðurstöðum textafræðanna að grundvallarvitnisburður Nýja testamentisins sé í hæsta máta trúverðugur, vegna þess að þrátt fyrir margvíslegar uppgötvanir textafræðanna á textaafbrigðum, hafa þær ekki haggað grundvallaratriðum kristinnar trúar. Ég er þar í félagsskap mér lærðari manna. Samsæri kristinna kennimannaTilefni greinar Steindórs virðist þó ekki fyrst og fremst vera áhugi á textasögu Nýja testamentisins heldur ákafi hans að sýna fram á að kristin trú og boðun kirkjunnar hafi frá örófi alda verið byggð á vísvitandi blekkingum. Þær leynast víða samsæriskenningarnar. Hvers vegna er ekki hægt að álykta sem svo að mönnum í frumkirkjunni hafi verið í mun að varðveita boðskap frumvotta kristinnar trúar eins vel og kostur var? Gerir það niðurstöðurnar ótrúverðugri að deilt hafi verið um leiðir til þess? Bendir reglan sem menn settu sér þegar ritin voru valin í Nýja testamentið á 4. öld ekki einmitt til vilja til að hafa það heldur er sannara reynist, þ.e. sú regla að velja eingöngu rit sem postuli hefði ritað eða postulalærisveinn, eða rit sem verið hefðu í notkun í söfnuði sem postuli hefði stofnað? Það er dapurlegt að menn skuli þurfa að tala um kristna kennimenn sem blekkingasmiði „sem er í mun að viðhalda sýndarmyndinni sem kirkjan hefur í gegnum aldirnar dregið upp til að viðhalda kristinni trú“, eins og Steindór kemst að orði. Það er dapurlegt að menn sjái sig tilneydda að tala um kristinn almenning sem einhvers konar fáfróða, jarmandi sauði sem sneyddir eru allri gagnrýninni hugsun og láti fíflast af kenningum blekkingasmiða. Einhvern veginn finnst manni bágt ef menn þarfnast slíkra viðhorfa til að verja sína eigin guðlausu trúarsannfæringu.Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun