Óskiljanlegt langlundargeð Eiður Guðnason skrifar 23. júlí 2007 08:00 Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun