Lífið utan fréttanna Stefán Jón Hafstein skrifar 22. júlí 2007 05:30 Impala-antilópan sem gengur hægum skrefum niður að vatnsbólinu er á mælikvarða fegurðar og tígulleika einhvers staðar ofan við 9,5. Paris Hilton fréttatímanna er kolfallin í samanburði. Hlutabréfavísitalan þýtur upp en ekki eins og stökkhyrnan sem brunar eftir sléttunni svo allt annað í heiminum virðist standa í stað, hún tekur langstökk sem enginn hefur leikið eftir á Ólympíuleikum og allar stigatöflur íþróttafréttanna blikna. Samt er hún bara að leika sér, spyrjið um alvöru stökk þegar ljónin fara á stjá. Lífverðirnir fyrir utan höll drottningarinnar kunna að vera skrýddir loðhúfum með brugðna branda, en sverðhyrnan er með svo fögur horn að engir korðar standast samanburð. Þetta er oryxinn, íbjúg og metralöng hornin eru ekki eina skartið, feldurinn fagurrauður í morgunsólinni en svörtu og hvítu mynstrin mála á hann grímu sem gerir svipinn voldugri öllum fréttaskýrendum. Apahjarðirnar við veginn eru veraldarvanari en samsafnið í Silfri Egils. Verkamenn í aldingarði eilífðarEf zebrahestarnir vissu um gengi KR-inga vildu þeir eflaust skipta um búning en fræknleikinn stendur Vesturbæingunum langtum framar þar sem stóðið rennur niður hlíðina á bruni. Þar standa nashyrningar með furðulega smá augun og ofvaxin eyru, úða í sig grasi, búnir að velta sér í leirbaði til að verjast sólinni; húðin eins og tækniundur frá vígvélabransanum, en hornin framan á þessum bryndrekum eru bara til að hræða og ógna á fengitímanum; ekki úthella blóði sakleysingja. Termítarnir hrúga upp leirnum kringum trjáboli og éta svo viðinn innan úr hrauknum, þessir sístarfandi verkamenn í aldingarði eilífðarinnar eiga vissulega við hermaura að etja, en gefast aldrei upp. Hrúgan skal upp. Aðeins ein skepna á jörðinni hefur fundið upp „sjálfsmorðsárás". Lífsins leiksýningarFlóðhesturinn er kominn í tjörnina. Í nótt fór hann á stjá, marga kílómetra í myrkrinu til að fylla stóran tankinn af grasi. Nú stendur ekkert uppúr nema hluti af rauðum belg og nasaholur; hann er óskiljanlegur eins og „útrás í skjóli af skattaumhverfi áhættufjárfestingasjóða" og dularfullur eins og „mótvægisaðgerðir á landsbyggðinni" og virðist meinlaus eins og allt sem stendur í viðskiptakálfum fréttablaðanna. En flóðhesturinn er skaðvaldur sem drepur fleira fólk í Afríku en nokkurt annað dýr, að moskítóflugunni undanskilinni, sem er eins og hver önnur stýrivaxtaplága. Mest spennandi leiksýning sem nú er í gangi er þegar konungur dýranna fær sér snarl. Mannskepnurnar raða sér á harðan bekk í litlu jarðhýsi og sitja hljóðar innan við rimla. Dauf skíma lýsir upp síðu úr nauti. Þungur fnykur af eyðimörk snarast fyrir horn, enginn vínsmökkunarblaðamaður gæti fundið upp lýsingu af þessari lykt frá þykkum feldi ljónsins. „Höfug angan af ryki, sól, skít og vottur af antílópublóði" er nærri lagi; makkinn fer fram úr villtustu draumum tískuhárgreiðslumanna. Þegar hin ljónin handan við girðinguna hafa veður af þessari veislu byrjar lágvært urr sem magnast í órofa hljóðmúr með ærandi hvin eins og þegar einkaþotur auðkýfinganna bjarga enn einu fréttaskúbbinu fyrir Séð og heyrt. Sporin hræða Við Krosshöfða eru jafn margir selir og Íslendingar; velta á klöppum í eigin saur. Endalausar breiður af skrækjandi, geltandi, hrínandi, veinandi, rorrandi og róandi selum. Lyktin lifir lengur en grillbrækjan „í beinni", eins og þrálát „ekki frétt" þar sem „Valgerður segir ... eða Ingibjörg telur og Geir vill ekki..." Kóparnir byrjaðir að æfa bitið eins og ungliðar í fréttatilkynningu, urturnar afbrýðisamar eins og þingkonur sem aldrei komast í viðtöl og brimillinn stóri er eins og ráðherra í drottningarviðtali, rekur burt ungu karldýrin, óafvitandi um veiðimenn sem nálgast til að skera af honum liminn og senda í ástarlyf í Kóreu. „Sporin hræða" segja stjórnmálamenn þegar ekkert er í fréttum annað en venjuleg lúxusvandamál og „skilningsleysi stjórnvalda" á offitu kröfugerðarhópa. Sporin sem blasa við í hörðum steini fyrir ásjónu okkar eru hins vegar frá því fyrir 50 milljónum ára þegar risaeðlur fengu sér að drekka úr stöðuvatni og vekja upp furðulega tilfinningu fyrir tíma í samanburði við fréttatíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Impala-antilópan sem gengur hægum skrefum niður að vatnsbólinu er á mælikvarða fegurðar og tígulleika einhvers staðar ofan við 9,5. Paris Hilton fréttatímanna er kolfallin í samanburði. Hlutabréfavísitalan þýtur upp en ekki eins og stökkhyrnan sem brunar eftir sléttunni svo allt annað í heiminum virðist standa í stað, hún tekur langstökk sem enginn hefur leikið eftir á Ólympíuleikum og allar stigatöflur íþróttafréttanna blikna. Samt er hún bara að leika sér, spyrjið um alvöru stökk þegar ljónin fara á stjá. Lífverðirnir fyrir utan höll drottningarinnar kunna að vera skrýddir loðhúfum með brugðna branda, en sverðhyrnan er með svo fögur horn að engir korðar standast samanburð. Þetta er oryxinn, íbjúg og metralöng hornin eru ekki eina skartið, feldurinn fagurrauður í morgunsólinni en svörtu og hvítu mynstrin mála á hann grímu sem gerir svipinn voldugri öllum fréttaskýrendum. Apahjarðirnar við veginn eru veraldarvanari en samsafnið í Silfri Egils. Verkamenn í aldingarði eilífðarEf zebrahestarnir vissu um gengi KR-inga vildu þeir eflaust skipta um búning en fræknleikinn stendur Vesturbæingunum langtum framar þar sem stóðið rennur niður hlíðina á bruni. Þar standa nashyrningar með furðulega smá augun og ofvaxin eyru, úða í sig grasi, búnir að velta sér í leirbaði til að verjast sólinni; húðin eins og tækniundur frá vígvélabransanum, en hornin framan á þessum bryndrekum eru bara til að hræða og ógna á fengitímanum; ekki úthella blóði sakleysingja. Termítarnir hrúga upp leirnum kringum trjáboli og éta svo viðinn innan úr hrauknum, þessir sístarfandi verkamenn í aldingarði eilífðarinnar eiga vissulega við hermaura að etja, en gefast aldrei upp. Hrúgan skal upp. Aðeins ein skepna á jörðinni hefur fundið upp „sjálfsmorðsárás". Lífsins leiksýningarFlóðhesturinn er kominn í tjörnina. Í nótt fór hann á stjá, marga kílómetra í myrkrinu til að fylla stóran tankinn af grasi. Nú stendur ekkert uppúr nema hluti af rauðum belg og nasaholur; hann er óskiljanlegur eins og „útrás í skjóli af skattaumhverfi áhættufjárfestingasjóða" og dularfullur eins og „mótvægisaðgerðir á landsbyggðinni" og virðist meinlaus eins og allt sem stendur í viðskiptakálfum fréttablaðanna. En flóðhesturinn er skaðvaldur sem drepur fleira fólk í Afríku en nokkurt annað dýr, að moskítóflugunni undanskilinni, sem er eins og hver önnur stýrivaxtaplága. Mest spennandi leiksýning sem nú er í gangi er þegar konungur dýranna fær sér snarl. Mannskepnurnar raða sér á harðan bekk í litlu jarðhýsi og sitja hljóðar innan við rimla. Dauf skíma lýsir upp síðu úr nauti. Þungur fnykur af eyðimörk snarast fyrir horn, enginn vínsmökkunarblaðamaður gæti fundið upp lýsingu af þessari lykt frá þykkum feldi ljónsins. „Höfug angan af ryki, sól, skít og vottur af antílópublóði" er nærri lagi; makkinn fer fram úr villtustu draumum tískuhárgreiðslumanna. Þegar hin ljónin handan við girðinguna hafa veður af þessari veislu byrjar lágvært urr sem magnast í órofa hljóðmúr með ærandi hvin eins og þegar einkaþotur auðkýfinganna bjarga enn einu fréttaskúbbinu fyrir Séð og heyrt. Sporin hræða Við Krosshöfða eru jafn margir selir og Íslendingar; velta á klöppum í eigin saur. Endalausar breiður af skrækjandi, geltandi, hrínandi, veinandi, rorrandi og róandi selum. Lyktin lifir lengur en grillbrækjan „í beinni", eins og þrálát „ekki frétt" þar sem „Valgerður segir ... eða Ingibjörg telur og Geir vill ekki..." Kóparnir byrjaðir að æfa bitið eins og ungliðar í fréttatilkynningu, urturnar afbrýðisamar eins og þingkonur sem aldrei komast í viðtöl og brimillinn stóri er eins og ráðherra í drottningarviðtali, rekur burt ungu karldýrin, óafvitandi um veiðimenn sem nálgast til að skera af honum liminn og senda í ástarlyf í Kóreu. „Sporin hræða" segja stjórnmálamenn þegar ekkert er í fréttum annað en venjuleg lúxusvandamál og „skilningsleysi stjórnvalda" á offitu kröfugerðarhópa. Sporin sem blasa við í hörðum steini fyrir ásjónu okkar eru hins vegar frá því fyrir 50 milljónum ára þegar risaeðlur fengu sér að drekka úr stöðuvatni og vekja upp furðulega tilfinningu fyrir tíma í samanburði við fréttatíma.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar