Ólafur Stefánsson, leikmaður Ciudad Real og fyrirliði íslenska landsliðsins, er í stöðu vinstrihandar skyttu í liði ársins á Spáni. Þrír liðsfélagar Ólafs eru einnig í liði ársins en Ciudad Real vann deildina á síðasta tímabili.
Lið ársins:
Markvörður: Arpad Sterbik, Ciudad Real.
Hornamenn: Albert Rocas, Portland og Juanín García, Barcelona.
Skyttur: Ólafur Stefánsson, Ciudad Real og Alberto Entrerríos, Ciudad Real.
Línumaður: Rolando Uríos, Ciudad Real.
Leikstjórnandi: Ivano Balic, Portland.
Þjálfari: Manalo Cadeans, Ademar Leon.