Íslenska leiðin í öryggismálum 2. apríl 2007 05:00 Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg. Við þessar aðstæður er rétt að ræða af fullri alvöru hvort ekki væri æskilegt að koma hér upp lágmarksviðbúnaði til að geta varið landið fyrir strandhöggi glæpahópa. Frekari viðbúnaður en gegn slíkum ógnum væri þó tilgangslaus. Augljóst er að við gætum ekki varist innrás frá nokkru fullburðugu ríki jafnvel þó miklu væri til kostað. Úfærsla Bjarnar á hvernig heppilegast væri að mæta þessum ógnum er gölluð. Vopnaðar sveitir undir yfirstjórn innanríkisráðherra eru ekki síður ógn við öryggi landsmanna en hver annar útlendur ræningjaflokkur. Það vill því miður oft fara svo að óvinsælir valdhafar sem skeyta ekki um að axla ábyrgð á pólitískum axarsköftum enda á því að beita hernum gegn þegnunum. Þessu varð undirritaður vitni að úti í Ungverjalandi seint á síðasta ári. Þar hafði forsætisráðherrann logið svívirðilega um opinber málefni. Sá lét vopnaðar sveitir lúskra niður þjóð sína í götubardögum á strætum Búddapest á sjálfu 50 ára afmæli 1956 uppreisnarinnar. Íslenski herinn mætti undir engum kringumstæðum vera á valdi stjórnarmeirihluta hvers tíma svo honum verði ekki beitt í pólitískum flokkadráttum. Binda þyrfti í stjórnarskrá reglur um beitingu hans. Honum mætti aldrei beita gegn íslenskum ríkisborgurum og honum mætti aldrei beita nema til varnar Íslandi og íslenskum hagsmunum. Æðsti yfirmaður hersins gæti verið forsetinn sem þyrfti að fá undirritun á rökstuddri beiðni til að geta beitt honum frá meirihluta dómenda Hæstaréttar. Hlutverk dómsins væri að meta stjórnskipulega þörf beitingar. Viðbúnaður hersins þyrfti ekki að vera mikill. Léttvopnaður fámennur atvinnumannaher sem síðan hefði liðsauka í varaliði sem kæmi til æfinga eina viku á ári. Gæti samanstaðið af sjálfboðaliðum björgunarsveitanna, skotveiðimönnum eða öðrum sem hefðu áhuga á að eyða hluta af sumarfríinu úti í íslenskri náttúru. Til að tryggja öryggi þjóðarinnar enn frekar yrði síðan vitanlega að láta af órökstuddri, óþarfa, ögrandi framkomu gagnvart öðrum þjóðum og taka upp sjálfstæða friðsama utanríkisstefnu. Uppsögn varnarsamningsins og úrsögn úr NATO væru trúverðug fyrstu skref í slíkri stefnubreytingu. Það er óskynsamlegt að vera óvarin fyrir fyrirbyggjanlegum áföllum. Fámennt íslenskt varnarlið gæti forðað slíkum óþarfa slysum. Hinsvegar er fífldirfska hjá lítilli og fámennri þjóð að stunda árásargjarna utanríkisstefnu og stuðla þannig að hnefarétti þjóðanna. Íslendingar eiga að boða rökræðuhefð sjálfstæðisbaráttunnar á alþjóðavettvangi. Það gæti orðið merkilegt framlag til friðsamari sambúðar ólíkra þjóða sem væri besta leiðin til að tryggja öryggi og sjálfstæði Íslands til frambúðar. Höfundur er laganemi og járnabindingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg. Við þessar aðstæður er rétt að ræða af fullri alvöru hvort ekki væri æskilegt að koma hér upp lágmarksviðbúnaði til að geta varið landið fyrir strandhöggi glæpahópa. Frekari viðbúnaður en gegn slíkum ógnum væri þó tilgangslaus. Augljóst er að við gætum ekki varist innrás frá nokkru fullburðugu ríki jafnvel þó miklu væri til kostað. Úfærsla Bjarnar á hvernig heppilegast væri að mæta þessum ógnum er gölluð. Vopnaðar sveitir undir yfirstjórn innanríkisráðherra eru ekki síður ógn við öryggi landsmanna en hver annar útlendur ræningjaflokkur. Það vill því miður oft fara svo að óvinsælir valdhafar sem skeyta ekki um að axla ábyrgð á pólitískum axarsköftum enda á því að beita hernum gegn þegnunum. Þessu varð undirritaður vitni að úti í Ungverjalandi seint á síðasta ári. Þar hafði forsætisráðherrann logið svívirðilega um opinber málefni. Sá lét vopnaðar sveitir lúskra niður þjóð sína í götubardögum á strætum Búddapest á sjálfu 50 ára afmæli 1956 uppreisnarinnar. Íslenski herinn mætti undir engum kringumstæðum vera á valdi stjórnarmeirihluta hvers tíma svo honum verði ekki beitt í pólitískum flokkadráttum. Binda þyrfti í stjórnarskrá reglur um beitingu hans. Honum mætti aldrei beita gegn íslenskum ríkisborgurum og honum mætti aldrei beita nema til varnar Íslandi og íslenskum hagsmunum. Æðsti yfirmaður hersins gæti verið forsetinn sem þyrfti að fá undirritun á rökstuddri beiðni til að geta beitt honum frá meirihluta dómenda Hæstaréttar. Hlutverk dómsins væri að meta stjórnskipulega þörf beitingar. Viðbúnaður hersins þyrfti ekki að vera mikill. Léttvopnaður fámennur atvinnumannaher sem síðan hefði liðsauka í varaliði sem kæmi til æfinga eina viku á ári. Gæti samanstaðið af sjálfboðaliðum björgunarsveitanna, skotveiðimönnum eða öðrum sem hefðu áhuga á að eyða hluta af sumarfríinu úti í íslenskri náttúru. Til að tryggja öryggi þjóðarinnar enn frekar yrði síðan vitanlega að láta af órökstuddri, óþarfa, ögrandi framkomu gagnvart öðrum þjóðum og taka upp sjálfstæða friðsama utanríkisstefnu. Uppsögn varnarsamningsins og úrsögn úr NATO væru trúverðug fyrstu skref í slíkri stefnubreytingu. Það er óskynsamlegt að vera óvarin fyrir fyrirbyggjanlegum áföllum. Fámennt íslenskt varnarlið gæti forðað slíkum óþarfa slysum. Hinsvegar er fífldirfska hjá lítilli og fámennri þjóð að stunda árásargjarna utanríkisstefnu og stuðla þannig að hnefarétti þjóðanna. Íslendingar eiga að boða rökræðuhefð sjálfstæðisbaráttunnar á alþjóðavettvangi. Það gæti orðið merkilegt framlag til friðsamari sambúðar ólíkra þjóða sem væri besta leiðin til að tryggja öryggi og sjálfstæði Íslands til frambúðar. Höfundur er laganemi og járnabindingamaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun