Íslenska leiðin í öryggismálum 2. apríl 2007 05:00 Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg. Við þessar aðstæður er rétt að ræða af fullri alvöru hvort ekki væri æskilegt að koma hér upp lágmarksviðbúnaði til að geta varið landið fyrir strandhöggi glæpahópa. Frekari viðbúnaður en gegn slíkum ógnum væri þó tilgangslaus. Augljóst er að við gætum ekki varist innrás frá nokkru fullburðugu ríki jafnvel þó miklu væri til kostað. Úfærsla Bjarnar á hvernig heppilegast væri að mæta þessum ógnum er gölluð. Vopnaðar sveitir undir yfirstjórn innanríkisráðherra eru ekki síður ógn við öryggi landsmanna en hver annar útlendur ræningjaflokkur. Það vill því miður oft fara svo að óvinsælir valdhafar sem skeyta ekki um að axla ábyrgð á pólitískum axarsköftum enda á því að beita hernum gegn þegnunum. Þessu varð undirritaður vitni að úti í Ungverjalandi seint á síðasta ári. Þar hafði forsætisráðherrann logið svívirðilega um opinber málefni. Sá lét vopnaðar sveitir lúskra niður þjóð sína í götubardögum á strætum Búddapest á sjálfu 50 ára afmæli 1956 uppreisnarinnar. Íslenski herinn mætti undir engum kringumstæðum vera á valdi stjórnarmeirihluta hvers tíma svo honum verði ekki beitt í pólitískum flokkadráttum. Binda þyrfti í stjórnarskrá reglur um beitingu hans. Honum mætti aldrei beita gegn íslenskum ríkisborgurum og honum mætti aldrei beita nema til varnar Íslandi og íslenskum hagsmunum. Æðsti yfirmaður hersins gæti verið forsetinn sem þyrfti að fá undirritun á rökstuddri beiðni til að geta beitt honum frá meirihluta dómenda Hæstaréttar. Hlutverk dómsins væri að meta stjórnskipulega þörf beitingar. Viðbúnaður hersins þyrfti ekki að vera mikill. Léttvopnaður fámennur atvinnumannaher sem síðan hefði liðsauka í varaliði sem kæmi til æfinga eina viku á ári. Gæti samanstaðið af sjálfboðaliðum björgunarsveitanna, skotveiðimönnum eða öðrum sem hefðu áhuga á að eyða hluta af sumarfríinu úti í íslenskri náttúru. Til að tryggja öryggi þjóðarinnar enn frekar yrði síðan vitanlega að láta af órökstuddri, óþarfa, ögrandi framkomu gagnvart öðrum þjóðum og taka upp sjálfstæða friðsama utanríkisstefnu. Uppsögn varnarsamningsins og úrsögn úr NATO væru trúverðug fyrstu skref í slíkri stefnubreytingu. Það er óskynsamlegt að vera óvarin fyrir fyrirbyggjanlegum áföllum. Fámennt íslenskt varnarlið gæti forðað slíkum óþarfa slysum. Hinsvegar er fífldirfska hjá lítilli og fámennri þjóð að stunda árásargjarna utanríkisstefnu og stuðla þannig að hnefarétti þjóðanna. Íslendingar eiga að boða rökræðuhefð sjálfstæðisbaráttunnar á alþjóðavettvangi. Það gæti orðið merkilegt framlag til friðsamari sambúðar ólíkra þjóða sem væri besta leiðin til að tryggja öryggi og sjálfstæði Íslands til frambúðar. Höfundur er laganemi og járnabindingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg. Við þessar aðstæður er rétt að ræða af fullri alvöru hvort ekki væri æskilegt að koma hér upp lágmarksviðbúnaði til að geta varið landið fyrir strandhöggi glæpahópa. Frekari viðbúnaður en gegn slíkum ógnum væri þó tilgangslaus. Augljóst er að við gætum ekki varist innrás frá nokkru fullburðugu ríki jafnvel þó miklu væri til kostað. Úfærsla Bjarnar á hvernig heppilegast væri að mæta þessum ógnum er gölluð. Vopnaðar sveitir undir yfirstjórn innanríkisráðherra eru ekki síður ógn við öryggi landsmanna en hver annar útlendur ræningjaflokkur. Það vill því miður oft fara svo að óvinsælir valdhafar sem skeyta ekki um að axla ábyrgð á pólitískum axarsköftum enda á því að beita hernum gegn þegnunum. Þessu varð undirritaður vitni að úti í Ungverjalandi seint á síðasta ári. Þar hafði forsætisráðherrann logið svívirðilega um opinber málefni. Sá lét vopnaðar sveitir lúskra niður þjóð sína í götubardögum á strætum Búddapest á sjálfu 50 ára afmæli 1956 uppreisnarinnar. Íslenski herinn mætti undir engum kringumstæðum vera á valdi stjórnarmeirihluta hvers tíma svo honum verði ekki beitt í pólitískum flokkadráttum. Binda þyrfti í stjórnarskrá reglur um beitingu hans. Honum mætti aldrei beita gegn íslenskum ríkisborgurum og honum mætti aldrei beita nema til varnar Íslandi og íslenskum hagsmunum. Æðsti yfirmaður hersins gæti verið forsetinn sem þyrfti að fá undirritun á rökstuddri beiðni til að geta beitt honum frá meirihluta dómenda Hæstaréttar. Hlutverk dómsins væri að meta stjórnskipulega þörf beitingar. Viðbúnaður hersins þyrfti ekki að vera mikill. Léttvopnaður fámennur atvinnumannaher sem síðan hefði liðsauka í varaliði sem kæmi til æfinga eina viku á ári. Gæti samanstaðið af sjálfboðaliðum björgunarsveitanna, skotveiðimönnum eða öðrum sem hefðu áhuga á að eyða hluta af sumarfríinu úti í íslenskri náttúru. Til að tryggja öryggi þjóðarinnar enn frekar yrði síðan vitanlega að láta af órökstuddri, óþarfa, ögrandi framkomu gagnvart öðrum þjóðum og taka upp sjálfstæða friðsama utanríkisstefnu. Uppsögn varnarsamningsins og úrsögn úr NATO væru trúverðug fyrstu skref í slíkri stefnubreytingu. Það er óskynsamlegt að vera óvarin fyrir fyrirbyggjanlegum áföllum. Fámennt íslenskt varnarlið gæti forðað slíkum óþarfa slysum. Hinsvegar er fífldirfska hjá lítilli og fámennri þjóð að stunda árásargjarna utanríkisstefnu og stuðla þannig að hnefarétti þjóðanna. Íslendingar eiga að boða rökræðuhefð sjálfstæðisbaráttunnar á alþjóðavettvangi. Það gæti orðið merkilegt framlag til friðsamari sambúðar ólíkra þjóða sem væri besta leiðin til að tryggja öryggi og sjálfstæði Íslands til frambúðar. Höfundur er laganemi og járnabindingamaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun