Meira um lagamenntun á Íslandi 23. júní 2007 06:00 Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, gerir athugasemd 16. júní við grein sem ég ritaði viku fyrr í tilefni af fyrstu útskrift nemenda með fullnaðarpróf í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í athugasemdum sínum segir Bryndís það koma „oftar en einu sinni fram“ í grein minni, að Háskólinn í Reykjavík hafi útskrifað fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ. Segir hún þetta hagræðingu á staðreyndum sem hún geti ekki setið undir þegjandi. Því er til að svara að hér er um að ræða túlkun Bryndísar á greininni, enda kemur framangreind staðhæfing þar ekki fram. Í grein minni, sem ætlað var að vekja athygli á þeim tímamótum sem urðu í lagakennslu á Íslandi þegar 43 nemendur útskrifuðust með meistarapróf í lögfræði frá HR 9. júní, hefði aftur á móti mátt gæta meiri nákvæmni þegar segir að HÍ hafi einn sinnt menntun lögfræðinga á Íslandi frá 1911 (Lagaskólinn frá 1908). Fráleitt var það ætlan mín að rýra hlut Háskólans á Bifröst, sem útskrifaði sína fyrstu lögfræðinga með fullnaðarpróf í fyrra. Það var merkur áfangi. „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan eins og fuglarnir. Orð eru villandi,“ sagði Jón Prímus. Samkeppni í lagakennslu hefur orðið til þess að efla lagamenntun í landinu og styrkja akademíska stöðu lögfræðinnar. Í grein minni segir um þetta: „Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru.“ Með tilvitnuðum orðum er vakin athygli á, að lagadeildirnar fjórar eiga hver sinn þátt í þessari þróun, þótt greinin að öðru leyti fjalli einkanlega um hlutverk HR og hin merku tímamót sem útskrift fyrstu meistaraprófsnemendanna þaðan vissulega er. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, gerir athugasemd 16. júní við grein sem ég ritaði viku fyrr í tilefni af fyrstu útskrift nemenda með fullnaðarpróf í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í athugasemdum sínum segir Bryndís það koma „oftar en einu sinni fram“ í grein minni, að Háskólinn í Reykjavík hafi útskrifað fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ. Segir hún þetta hagræðingu á staðreyndum sem hún geti ekki setið undir þegjandi. Því er til að svara að hér er um að ræða túlkun Bryndísar á greininni, enda kemur framangreind staðhæfing þar ekki fram. Í grein minni, sem ætlað var að vekja athygli á þeim tímamótum sem urðu í lagakennslu á Íslandi þegar 43 nemendur útskrifuðust með meistarapróf í lögfræði frá HR 9. júní, hefði aftur á móti mátt gæta meiri nákvæmni þegar segir að HÍ hafi einn sinnt menntun lögfræðinga á Íslandi frá 1911 (Lagaskólinn frá 1908). Fráleitt var það ætlan mín að rýra hlut Háskólans á Bifröst, sem útskrifaði sína fyrstu lögfræðinga með fullnaðarpróf í fyrra. Það var merkur áfangi. „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan eins og fuglarnir. Orð eru villandi,“ sagði Jón Prímus. Samkeppni í lagakennslu hefur orðið til þess að efla lagamenntun í landinu og styrkja akademíska stöðu lögfræðinnar. Í grein minni segir um þetta: „Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræðistörf. Tilkoma lagakennslu við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þessarar flóru.“ Með tilvitnuðum orðum er vakin athygli á, að lagadeildirnar fjórar eiga hver sinn þátt í þessari þróun, þótt greinin að öðru leyti fjalli einkanlega um hlutverk HR og hin merku tímamót sem útskrift fyrstu meistaraprófsnemendanna þaðan vissulega er. Höfundur er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild HR.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun