Hafnarfjörður og framtíðin 8. mars 2007 05:00 Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun