Hafnarfjörður og framtíðin 8. mars 2007 05:00 Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lauk starfshópur Hafnarfjarðarbæjar og Alcan við tillögur að deiliskipulagi sem lagðar verða til grundvallar í kosningum um stækkun álversins í Straumsvík 31. mars nk. Á blaðamannafundi sem bæjarstjóri hélt í kjölfarið og í fjölmiðlum þann dag sem vitnað var í, sendi bæjarstjóri Hafnarfjarðar út villandi skilaboð sem ekki hafa enn verið leiðrétt. Fullyrðingin um að nær engin mengunaraukning verði við stækkun álbræðslunnar í Straumsvík er einfaldlega ekki rétt og það er ábyrgðarlaust að halda slíku fram. Ef við Hafnfirðingar veljum stærstu álbræðslu í Evrópu í garðinn okkar næstu 50-60 árin þá mun mengunin aukast töluvert miðað við þá mengun sem við búum við í dag. Rétt er að öll mengunargildi nema brennisteinsmengun munu tvö- til þrefaldast við stækkun. Línumannvirkin sem flokkast líka sem mengun (sjónmengun) verða þau umfangsmestu sem við höfum séð á Íslandi, enda mun álbræðslan ein og sér þurfa meira rafmagn en Reykjavík öll með öllum sínum íbúðum, fyrirtækjum og stofnunum. Samtök atvinnulífsins héldu fund um stækkunina og var öllu tjaldað til um hversu arðbær og frábær stækkunin væri í alla staði fyrir Hafnfirðinga og íslenskt atvinnulíf. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn birtu Sameinuðu þjóðirnar (UN) skýrslu sína um loftslagsbreytingar á jörðinni okkar og kemur þar skýrt fram að losun gróðurhúsalofttegunda hefur ótvírætt áhrif á veðurfarsbreytingar í heiminum. Bæjarstjórinn gerði í fjölmiðlum lítið úr þessu alvarlega alheimsvandamáli og veifaði gömlum og gauðslitnum rökum álbræðslusinna um að á Íslandi verði að framleiða ál af því að hér sé orkan svo hrein. Þessi rök er margbúið að hrekja enda hrein vatnsorka í boði í tugum annarra landa í heiminum, m.a. í Brasilíu og Venesúela. Sól í Straumi, þverpólitísk samtök gegn stækkun álbræðslunnar, hafa verið starfandi síðan í október 2006. Hópurinn hefur unnið að því að upplýsa íbúa Hafnarfjarðar um hina hlið málsins, en það gerir enginn annar í Hafnarfirði. Sól í Straumi heldur úti öflugri heimasíðu www.solistraumi.org þar sem við söfnum efni sem er fræðandi og upplýsandi fyrir fólk sem vill kynna sér málið. Framundan er mjög ójöfn kosningabarátta: lítill hópur fólks með bjarta framtíðarsýn og hugsjón að leiðarljósi í sjálfboðavinnu annars vegar og hins vegar Alcan, kanadískt fyrirtæki sem hafði um 4 milljarða í hagnað einungis af Straumsvík á síðasta ári og vill hefta eðlilega framtíðarþróun Hafnarfjarðar um ókomna framtíð. Næst álverksmiðjunni í Straumsvík er að byggjast upp líflegt hverfi í hrauninu. Nálægðin við hraunið, hafið og náttúruperlur er ómetanleg. Mér finnst harla ólíklegt að hérna geti þrifist blómleg íbúabyggð í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu álbræðslu Evrópu ef af stækkun verður, þar verður t.d. losun á brennisteinsdíoxíði 9,3 tonn á sólarhring! Ég vona að allir Hafnfirðingar kynni sér málið og láti ekki slá ryki í augun á sér vegna loforða um peninga. Það er ekki allt falt í þessum heimi. Eðlileg framtíðarþróun í Hafnarfirði sem og börnin okkar sem erfa landið eiga betra skilið en að við látum stjórnast af peningagræðgi. Höfundur er mannfræðingur og meðlimur í Sól í Straumi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun