Kröfur umfram innistæður 23. maí 2007 03:45 Í haust stóð Félag viðskipta- og hagfræðinga fyrir könnun meðal allra háskólanema sem stefndu að útskrift í greinunum úr íslenskum háskólum innan árs. Niðurstöður könnunarinnar voru sláandi fyrir þær sakir að nánast annar hver nemandi vildi vinna fyrir bankana. Langflestir þeirra litu á Kaupþing sem fyrsta kost. Greinilegt er að útskriftarnemendur álykta sem svo að þar séu hæstu launin, bestu tækifærin og mest spennandi að vera. Upp til hópa voru nemendur bjartsýnir á framann sem fyrir þeim lá. Nú hefur félagið látið vinna nokkurs konar speglun á könnunina sem gerð var í haust með því að skoða hvaða væntingar stjórnendur hafa til nýútskrifaðra hagfræðinga og viðskiptafræðinga og hvernig þeir standa undir þeim. Stjórnendurnir voru meðal annars beðnir um að nefna í hverju nemendur stæðu sig sérstaklega vel, í hverju þeir mættu bæta sig og hvaða laun þeir hugsuðu sér að greiða þeim. Viðhorf stjórnenda eru að mörgu leyti samræmanleg væntingum nemenda úr eldri könnuninni. Langflestir þeirra töldu eðlilegt að bjóða nýútskrifuðum sérfræðingum með BSc-gráðu laun á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. Launavæntingar útskriftarnemenda voru að meðaltali 350 þúsund krónur en að miðgildi 300 þúsund krónur. Stjórnendur eru almennt jákvæðir í garð viðskipta- og hagfræðimenntunarinnar og telja hana skipta miklu máli fyrir ráðninguna. Tíu prósent aðspurðra töldu þó þá tilteknu menntun engu eða mjög litlu máli skipta. 64 prósent stjórnenda sögðu nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga reynast jafn vel og áður. 23 prósent þeirra sögðu þá þó reynast nokkuð eða miklu verr. Einungis 14 prósent töldu þá reynast betur. Langflestir þeirra stjórnenda sem leita eftir viðskiptafræðingi þurfa útskriftarnema af sviði fjármála eða reikningshalds, eða um 56 prósent. Svör stjórnenda gefa til kynna að nýútskrifaðir hagfræðingar og viðskiptafræðingar eru oftar en ekki heldur góðir með sig. Þeir gera miklar kröfur til vinnuveitenda sinna um leið og þeir koma úr námi. Algengt er að krafan sé að fá síma, tölvu, afnot af bíl eða aðra bónusa. Oft þykir stjórnendum fulllítil innistæða fyrir kröfunum. Stjórnendurnir virðast nokkuð sáttir við gæði menntunar sérfræðinganna nýútskrifuðu. Flestir kunni það sem stendur í námsbókunum og geti nokkuð vel notað þekkinguna. Hins vegar telja þeir að þá skorti á stundum sjálfstraust, þjálfun til að koma fram og að eiga í samskiptum við annað fólk. Þá sé áberandi að nýútskrifaðir sérfræðingar hafi léleg tök á íslensku og geti illa komið frá sér texta. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Í haust stóð Félag viðskipta- og hagfræðinga fyrir könnun meðal allra háskólanema sem stefndu að útskrift í greinunum úr íslenskum háskólum innan árs. Niðurstöður könnunarinnar voru sláandi fyrir þær sakir að nánast annar hver nemandi vildi vinna fyrir bankana. Langflestir þeirra litu á Kaupþing sem fyrsta kost. Greinilegt er að útskriftarnemendur álykta sem svo að þar séu hæstu launin, bestu tækifærin og mest spennandi að vera. Upp til hópa voru nemendur bjartsýnir á framann sem fyrir þeim lá. Nú hefur félagið látið vinna nokkurs konar speglun á könnunina sem gerð var í haust með því að skoða hvaða væntingar stjórnendur hafa til nýútskrifaðra hagfræðinga og viðskiptafræðinga og hvernig þeir standa undir þeim. Stjórnendurnir voru meðal annars beðnir um að nefna í hverju nemendur stæðu sig sérstaklega vel, í hverju þeir mættu bæta sig og hvaða laun þeir hugsuðu sér að greiða þeim. Viðhorf stjórnenda eru að mörgu leyti samræmanleg væntingum nemenda úr eldri könnuninni. Langflestir þeirra töldu eðlilegt að bjóða nýútskrifuðum sérfræðingum með BSc-gráðu laun á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. Launavæntingar útskriftarnemenda voru að meðaltali 350 þúsund krónur en að miðgildi 300 þúsund krónur. Stjórnendur eru almennt jákvæðir í garð viðskipta- og hagfræðimenntunarinnar og telja hana skipta miklu máli fyrir ráðninguna. Tíu prósent aðspurðra töldu þó þá tilteknu menntun engu eða mjög litlu máli skipta. 64 prósent stjórnenda sögðu nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga reynast jafn vel og áður. 23 prósent þeirra sögðu þá þó reynast nokkuð eða miklu verr. Einungis 14 prósent töldu þá reynast betur. Langflestir þeirra stjórnenda sem leita eftir viðskiptafræðingi þurfa útskriftarnema af sviði fjármála eða reikningshalds, eða um 56 prósent. Svör stjórnenda gefa til kynna að nýútskrifaðir hagfræðingar og viðskiptafræðingar eru oftar en ekki heldur góðir með sig. Þeir gera miklar kröfur til vinnuveitenda sinna um leið og þeir koma úr námi. Algengt er að krafan sé að fá síma, tölvu, afnot af bíl eða aðra bónusa. Oft þykir stjórnendum fulllítil innistæða fyrir kröfunum. Stjórnendurnir virðast nokkuð sáttir við gæði menntunar sérfræðinganna nýútskrifuðu. Flestir kunni það sem stendur í námsbókunum og geti nokkuð vel notað þekkinguna. Hins vegar telja þeir að þá skorti á stundum sjálfstraust, þjálfun til að koma fram og að eiga í samskiptum við annað fólk. Þá sé áberandi að nýútskrifaðir sérfræðingar hafi léleg tök á íslensku og geti illa komið frá sér texta.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent