Knattspyrnusumar 14. maí 2007 06:00 Sumarið gengur í garð og knattspyrnulífið blómstrar. Þannig mætti með einni setningu tengja saman sumarið og knattspyrnuna, en þau bönd eru órjúfanleg á Íslandi. Knattspyrnuvellir munu iða af lífi frá morgni til kvölds þegar þúsundir iðkenda reyna með sér í skemmtilegum leik. Í sumar skipuleggur KSÍ yfir 5.000 leiki um land allt í öllum aldursflokkum. Kastljós fjölmiðla beinist fyrst og fremst að Landsbankadeildum og VISA bikarnum en ekki má gleyma öllum þeim fjölda sem keppir á lægri stigum af krafti og innlifun. Knattspyrnustarfið á Íslandi er borið uppi af knattspyrnufélögum sem finnast alls staðar á Íslandi í stórum sem litlum sveitarfélögum. KSÍ er samnefnari þessara félaga og ber sem slíkt ábyrgð á framgangi knattspyrnuleiksins. Sú skylda hvílir á KSÍ að vel sé staðið að öllu knattspyrnustarfi á landinu og allir séu velkomnir til þátttöku. Þetta er stórt verkefni en í takt við þá staðreynd að KSÍ þarf að mæta sífellt auknum kröfur samfélagsins. KSÍ hefur vaxið mikið á sl. árum. Það hefur verið nauðsynlegt til þess að sambandið geti sinnt skyldum sínum. Sumarið í ár má kalla sumar hinna miklu tækifæra í Íslandsmóti meistaraflokks, en fleiri félög flytjast upp um deildir í lok keppnistímabilsins en nokkru sinni áður vegna fjölgunar liða í deildum (og færri falla en áður). Árið 2008 verða 12 lið í 3 efstu deildum karla og 10 lið í Landsbankadeild kvenna. Þessi breyting hefur hleypt auknum krafti í starfsemi félaganna. Í sumar eru fleiri sæti í boði en áður sem tryggja flutning í efri deild að ári og það einstaka tækifæri á að nýta. Það hefur verið gaman að finna fyrir þessum aukna krafti í vor og þeirri miklu bjartsýni sem býr í aðildarfélögum KSÍ. Þetta sýnir betur en nokkuð annað þann styrk sem býr í íslenskri knattspyrnuhreyfingu. Knattspyrnuhreyfingin nýtur mikils stuðnings í íslensku samfélagi. Nýlega barst yfirlýsing frá stjórnvöldum um ferðasjóð félaga sem styrkja mun ferðalög íþróttafélaga. Þakka ber fyrir þennan stuðning sem og allan þann mikla stuðning sem sveitarfélög veita knattspyrnufélögum. Þá er ónefndur þáttur íslensks atvinnulífs sem leggur á hverju ári fram ríkulegan stuðning til eflingar og reksturs knattspyrnufélaganna. Seint verður fullþakkað fyrir þennan mikilvæga stuðning við knattspyrnuíþróttina. Gleðilegt knattspyrnusumar. Höfundur er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið gengur í garð og knattspyrnulífið blómstrar. Þannig mætti með einni setningu tengja saman sumarið og knattspyrnuna, en þau bönd eru órjúfanleg á Íslandi. Knattspyrnuvellir munu iða af lífi frá morgni til kvölds þegar þúsundir iðkenda reyna með sér í skemmtilegum leik. Í sumar skipuleggur KSÍ yfir 5.000 leiki um land allt í öllum aldursflokkum. Kastljós fjölmiðla beinist fyrst og fremst að Landsbankadeildum og VISA bikarnum en ekki má gleyma öllum þeim fjölda sem keppir á lægri stigum af krafti og innlifun. Knattspyrnustarfið á Íslandi er borið uppi af knattspyrnufélögum sem finnast alls staðar á Íslandi í stórum sem litlum sveitarfélögum. KSÍ er samnefnari þessara félaga og ber sem slíkt ábyrgð á framgangi knattspyrnuleiksins. Sú skylda hvílir á KSÍ að vel sé staðið að öllu knattspyrnustarfi á landinu og allir séu velkomnir til þátttöku. Þetta er stórt verkefni en í takt við þá staðreynd að KSÍ þarf að mæta sífellt auknum kröfur samfélagsins. KSÍ hefur vaxið mikið á sl. árum. Það hefur verið nauðsynlegt til þess að sambandið geti sinnt skyldum sínum. Sumarið í ár má kalla sumar hinna miklu tækifæra í Íslandsmóti meistaraflokks, en fleiri félög flytjast upp um deildir í lok keppnistímabilsins en nokkru sinni áður vegna fjölgunar liða í deildum (og færri falla en áður). Árið 2008 verða 12 lið í 3 efstu deildum karla og 10 lið í Landsbankadeild kvenna. Þessi breyting hefur hleypt auknum krafti í starfsemi félaganna. Í sumar eru fleiri sæti í boði en áður sem tryggja flutning í efri deild að ári og það einstaka tækifæri á að nýta. Það hefur verið gaman að finna fyrir þessum aukna krafti í vor og þeirri miklu bjartsýni sem býr í aðildarfélögum KSÍ. Þetta sýnir betur en nokkuð annað þann styrk sem býr í íslenskri knattspyrnuhreyfingu. Knattspyrnuhreyfingin nýtur mikils stuðnings í íslensku samfélagi. Nýlega barst yfirlýsing frá stjórnvöldum um ferðasjóð félaga sem styrkja mun ferðalög íþróttafélaga. Þakka ber fyrir þennan stuðning sem og allan þann mikla stuðning sem sveitarfélög veita knattspyrnufélögum. Þá er ónefndur þáttur íslensks atvinnulífs sem leggur á hverju ári fram ríkulegan stuðning til eflingar og reksturs knattspyrnufélaganna. Seint verður fullþakkað fyrir þennan mikilvæga stuðning við knattspyrnuíþróttina. Gleðilegt knattspyrnusumar. Höfundur er formaður Knattspyrnusambands Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun