Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.Risalækningar Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúklingar? Hvert ætlar þessi risastofnun að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að öllum líkindum hefðum við ekki roð við harðsnúnum samkeppnisaðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Staðreyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmarkaðan fjölda sérmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjónustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra.Umhugsunarefni Þau risaplön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjálfgefið að hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsunarefni, bæði almennt gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og svo hins vegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar. En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Vinnuaðstæður og búnaður er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalöndum okkar. Þetta atriði hefur verið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspítala en víðast úti á landi hafa stofnanir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurfum líka að svara, námsleyfi og svigrúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigðisþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi.Landsbyggðin Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfsumhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvílir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heilbrigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öllum þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt? Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, vanskil aukist og eru víða komin á alvarlegt stig. Þetta er óviðunandi fyrir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðisþjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hugurinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórnvalda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmarkaðan tíma.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið fjaðrafok varð í samfélaginu fyrir skömmu þegar vitnaðist að ókunnugir menn væru komnir til Íslands með fulla vasa fjár og vildu reisa sjúkrahús og hótel þar sem starfað gætu um 1000 manns, eitthvað með þátttöku reyndra íslenskra fjárfesta. Allt var klappað og klárt, staðsetning og samningar um verk sem nemur um 40 milljörðum lá fyrir á einni viku og ímyndarsmiðir unnu sína vinnu með kurt og pí.Risalækningar Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúklingar? Hvert ætlar þessi risastofnun að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að öllum líkindum hefðum við ekki roð við harðsnúnum samkeppnisaðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Staðreyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmarkaðan fjölda sérmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjónustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra.Umhugsunarefni Þau risaplön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjálfgefið að hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsunarefni, bæði almennt gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og svo hins vegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar. En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Vinnuaðstæður og búnaður er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalöndum okkar. Þetta atriði hefur verið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspítala en víðast úti á landi hafa stofnanir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurfum líka að svara, námsleyfi og svigrúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigðisþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi.Landsbyggðin Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfsumhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvílir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heilbrigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öllum þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt? Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, vanskil aukist og eru víða komin á alvarlegt stig. Þetta er óviðunandi fyrir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðisþjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hugurinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórnvalda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmarkaðan tíma.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar