Hýrnar um hólma og sker 8. maí 2007 08:45 Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur fagnar vori. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð. Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira