Skilum góðærinu til fólksins 5. maí 2007 05:45 Nú er ríkið búið að greiða niður skuldir ríkissjóðs að mestu. Í langri valdatíð sjálfstæðismanna hafa skuldir heimilanna hinsvegar vaxið mikið vegna rangrar efnahagsstefnu, viðskiptahalla, verðbólgu og okurvaxta. Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist á kjörtímabilinu. Í hvað var peningunum varið? Við sjáum þá ekki í fleiri hjúkrunarrýmum, háskólum á landsbyggðinni eða bættum samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna í landinu margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið upp afganginn. Hún sést best í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Það er komið að fólkinu í landinu að greiða niður skuldir heimilanna. Við viljum auka ráðstöfunartekjur einstaklinga með því að hækka skattleysismörk samkvæmt verðlagsþróun í 140 þúsund og heimilin munar um það. Við viljum lækka tekjuskatta á einstaklinga í 28% ef kostur gefst. Við treystum fólkinu til að ráðstafa fénu og greiða niður skuldir sínar. Fólkið þarf að axla ábyrgð á sínum skuldum fremur en treysta á skuldahvetjandi vaxtabótakerfi, þar sem ríkið þarf aðeins að hækka fasteignamat til að breyta öllum forsendum. Íslandshreyfingin leggur áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga bætir kjör margra verulega og skilar sér langbest til þessa hóps sem kjarabót og örvun til að fara út á vinnumarkaðinn. Þjóðinni er meiri akkur í að hvetja fólk til þátttöku í samfélaginu og njóta starfskrafta þess eins lengi og kostur gefst. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Það er tímabært að allir fái að njóta ávaxtanna. Við viljum lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki án þess að draga úr velferðarkerfinu. Hvernig? Svarið er einfalt. Með framúrskarandi rekstrarumhverfi löðum við að okkur arðsöm fyrirtæki. Engin flókin hagfræði: Lægri prósenta á meiri hagnað fyrirtækja gefur miklu fleiri krónur í velferðar-, samgöngu- og menntakerfið. Það er nauðsynlegt að draga úr gífurlegum viðskiptahalla. Við treystum fólkinu til þess að hugsa málið, draga úr neyslu, greiða niður skuldir og velja íslenskt. Höfundur skipar 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú er ríkið búið að greiða niður skuldir ríkissjóðs að mestu. Í langri valdatíð sjálfstæðismanna hafa skuldir heimilanna hinsvegar vaxið mikið vegna rangrar efnahagsstefnu, viðskiptahalla, verðbólgu og okurvaxta. Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist á kjörtímabilinu. Í hvað var peningunum varið? Við sjáum þá ekki í fleiri hjúkrunarrýmum, háskólum á landsbyggðinni eða bættum samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna í landinu margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið upp afganginn. Hún sést best í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Það er komið að fólkinu í landinu að greiða niður skuldir heimilanna. Við viljum auka ráðstöfunartekjur einstaklinga með því að hækka skattleysismörk samkvæmt verðlagsþróun í 140 þúsund og heimilin munar um það. Við viljum lækka tekjuskatta á einstaklinga í 28% ef kostur gefst. Við treystum fólkinu til að ráðstafa fénu og greiða niður skuldir sínar. Fólkið þarf að axla ábyrgð á sínum skuldum fremur en treysta á skuldahvetjandi vaxtabótakerfi, þar sem ríkið þarf aðeins að hækka fasteignamat til að breyta öllum forsendum. Íslandshreyfingin leggur áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga bætir kjör margra verulega og skilar sér langbest til þessa hóps sem kjarabót og örvun til að fara út á vinnumarkaðinn. Þjóðinni er meiri akkur í að hvetja fólk til þátttöku í samfélaginu og njóta starfskrafta þess eins lengi og kostur gefst. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Það er tímabært að allir fái að njóta ávaxtanna. Við viljum lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki án þess að draga úr velferðarkerfinu. Hvernig? Svarið er einfalt. Með framúrskarandi rekstrarumhverfi löðum við að okkur arðsöm fyrirtæki. Engin flókin hagfræði: Lægri prósenta á meiri hagnað fyrirtækja gefur miklu fleiri krónur í velferðar-, samgöngu- og menntakerfið. Það er nauðsynlegt að draga úr gífurlegum viðskiptahalla. Við treystum fólkinu til þess að hugsa málið, draga úr neyslu, greiða niður skuldir og velja íslenskt. Höfundur skipar 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun