Skilum góðærinu til fólksins 5. maí 2007 05:45 Nú er ríkið búið að greiða niður skuldir ríkissjóðs að mestu. Í langri valdatíð sjálfstæðismanna hafa skuldir heimilanna hinsvegar vaxið mikið vegna rangrar efnahagsstefnu, viðskiptahalla, verðbólgu og okurvaxta. Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist á kjörtímabilinu. Í hvað var peningunum varið? Við sjáum þá ekki í fleiri hjúkrunarrýmum, háskólum á landsbyggðinni eða bættum samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna í landinu margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið upp afganginn. Hún sést best í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Það er komið að fólkinu í landinu að greiða niður skuldir heimilanna. Við viljum auka ráðstöfunartekjur einstaklinga með því að hækka skattleysismörk samkvæmt verðlagsþróun í 140 þúsund og heimilin munar um það. Við viljum lækka tekjuskatta á einstaklinga í 28% ef kostur gefst. Við treystum fólkinu til að ráðstafa fénu og greiða niður skuldir sínar. Fólkið þarf að axla ábyrgð á sínum skuldum fremur en treysta á skuldahvetjandi vaxtabótakerfi, þar sem ríkið þarf aðeins að hækka fasteignamat til að breyta öllum forsendum. Íslandshreyfingin leggur áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga bætir kjör margra verulega og skilar sér langbest til þessa hóps sem kjarabót og örvun til að fara út á vinnumarkaðinn. Þjóðinni er meiri akkur í að hvetja fólk til þátttöku í samfélaginu og njóta starfskrafta þess eins lengi og kostur gefst. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Það er tímabært að allir fái að njóta ávaxtanna. Við viljum lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki án þess að draga úr velferðarkerfinu. Hvernig? Svarið er einfalt. Með framúrskarandi rekstrarumhverfi löðum við að okkur arðsöm fyrirtæki. Engin flókin hagfræði: Lægri prósenta á meiri hagnað fyrirtækja gefur miklu fleiri krónur í velferðar-, samgöngu- og menntakerfið. Það er nauðsynlegt að draga úr gífurlegum viðskiptahalla. Við treystum fólkinu til þess að hugsa málið, draga úr neyslu, greiða niður skuldir og velja íslenskt. Höfundur skipar 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú er ríkið búið að greiða niður skuldir ríkissjóðs að mestu. Í langri valdatíð sjálfstæðismanna hafa skuldir heimilanna hinsvegar vaxið mikið vegna rangrar efnahagsstefnu, viðskiptahalla, verðbólgu og okurvaxta. Skatttekjur ríkisins hafa stóraukist á kjörtímabilinu. Í hvað var peningunum varið? Við sjáum þá ekki í fleiri hjúkrunarrýmum, háskólum á landsbyggðinni eða bættum samgöngum. Meðan skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður hafa skuldir heimilanna í landinu margfaldast. Þensla ríkisins hefur étið upp afganginn. Hún sést best í einkavinavæðingu, ótal nefndum um ekkert og pólitískum ráðningum. Þessu viljum við breyta. Það er komið að fólkinu í landinu að greiða niður skuldir heimilanna. Við viljum auka ráðstöfunartekjur einstaklinga með því að hækka skattleysismörk samkvæmt verðlagsþróun í 140 þúsund og heimilin munar um það. Við viljum lækka tekjuskatta á einstaklinga í 28% ef kostur gefst. Við treystum fólkinu til að ráðstafa fénu og greiða niður skuldir sínar. Fólkið þarf að axla ábyrgð á sínum skuldum fremur en treysta á skuldahvetjandi vaxtabótakerfi, þar sem ríkið þarf aðeins að hækka fasteignamat til að breyta öllum forsendum. Íslandshreyfingin leggur áherslu á að draga úr forræðishyggju og hætta að hegna fólki fyrir fyrirhyggju með því að skerða lífeyri. Aldraðir og öryrkjar eru líka einstaklingar, afnám tekjutenginga bætir kjör margra verulega og skilar sér langbest til þessa hóps sem kjarabót og örvun til að fara út á vinnumarkaðinn. Þjóðinni er meiri akkur í að hvetja fólk til þátttöku í samfélaginu og njóta starfskrafta þess eins lengi og kostur gefst. Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Það er tímabært að allir fái að njóta ávaxtanna. Við viljum lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki án þess að draga úr velferðarkerfinu. Hvernig? Svarið er einfalt. Með framúrskarandi rekstrarumhverfi löðum við að okkur arðsöm fyrirtæki. Engin flókin hagfræði: Lægri prósenta á meiri hagnað fyrirtækja gefur miklu fleiri krónur í velferðar-, samgöngu- og menntakerfið. Það er nauðsynlegt að draga úr gífurlegum viðskiptahalla. Við treystum fólkinu til þess að hugsa málið, draga úr neyslu, greiða niður skuldir og velja íslenskt. Höfundur skipar 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun