Það verður kosið um stóriðju 3. maí 2007 05:00 Þorsteinn Pálsson skrifaði á dögunum leiðara þar sem hann hélt fram að vegna niðurstöðu íbúakosninganna í Hafnarfirði væri ekki lengur nauðsynlegt að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, því úrslit kosninganna í Hafnarfirði hefðu sinnt því ætlunarverki sem afgerandi kosning Vinstri grænna hefði verið – að hægja á í stóriðjumálum. Þorsteinn vill meina að úrslit kosninganna í Hafnarfirði hafi orðið til þess að ekki þurfi lengur að huga að því að hægja á. Í þetta skiptið hefur Þorsteinn á röngu að standa. Eins og sást vel í kjördæmaþætti Stöðvar 2 síðasta vetrardag er fjarri því að stóriðjuáformum hafi nokkuð verið slegið á frest. Sjálfstæðisflokkurinn vill áframhald stóriðjustefnunnar eins og kom skýrt fram hjá talsmanni hans Bjarna Benediktssyni. Hann gerði meira að segja lítið úr niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði og hélt því fram að eingöngu hefði verið kosið um útfærslu á deiliskipulagi. Enda vakti mikla athygli eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins hvernig sjálfstæðismönnum þótti nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á stóriðjustefnuna – að engin ástæða væri til þess að slá af. Það er því í besta falli einföldun hjá ritstjóra Fréttablaðsins að landsmenn líti svo á að björninn sé unninn – nú sé nóg að gert þegar kemur að því að draga úr stóriðjustefnunni. Þessi leiðari var því ekki jafn skarpur og margir leiðarar Þorsteins Pálssonar. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að forstjórar og allar stjórnir orkufyrirtækjanna, ekki síst þeirra orkufyrirtækja sem enn eru í opinberri eigu, spyrni við og fresti öllum ákvörðunum sem lúta að uppbyggingu stóriðju í landinu. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hefðu allt eins átt að fá bréf frá stjórn Vinstri grænna um að fresta frekari ákvörðunum sem snerta stóriðjuuppbyggingu. Ekki síst þar sem nauðsynlegt er að axla ábyrgð einmitt núna þegar erlend álfyrirtæki reyna að klára þá samninga nokkrum vikum fyrir kosningar – því þau lesa öðruvísi í spilin en Fréttablaðsritstjórinn; þau óttast að eftir kosningarnar verði það of seint. Þrátt fyrir orð Þorsteins Pálssonar, þá verður kosið um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar þann 12. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifaði á dögunum leiðara þar sem hann hélt fram að vegna niðurstöðu íbúakosninganna í Hafnarfirði væri ekki lengur nauðsynlegt að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, því úrslit kosninganna í Hafnarfirði hefðu sinnt því ætlunarverki sem afgerandi kosning Vinstri grænna hefði verið – að hægja á í stóriðjumálum. Þorsteinn vill meina að úrslit kosninganna í Hafnarfirði hafi orðið til þess að ekki þurfi lengur að huga að því að hægja á. Í þetta skiptið hefur Þorsteinn á röngu að standa. Eins og sást vel í kjördæmaþætti Stöðvar 2 síðasta vetrardag er fjarri því að stóriðjuáformum hafi nokkuð verið slegið á frest. Sjálfstæðisflokkurinn vill áframhald stóriðjustefnunnar eins og kom skýrt fram hjá talsmanni hans Bjarna Benediktssyni. Hann gerði meira að segja lítið úr niðurstöðu kosninganna í Hafnarfirði og hélt því fram að eingöngu hefði verið kosið um útfærslu á deiliskipulagi. Enda vakti mikla athygli eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins hvernig sjálfstæðismönnum þótti nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á stóriðjustefnuna – að engin ástæða væri til þess að slá af. Það er því í besta falli einföldun hjá ritstjóra Fréttablaðsins að landsmenn líti svo á að björninn sé unninn – nú sé nóg að gert þegar kemur að því að draga úr stóriðjustefnunni. Þessi leiðari var því ekki jafn skarpur og margir leiðarar Þorsteins Pálssonar. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að forstjórar og allar stjórnir orkufyrirtækjanna, ekki síst þeirra orkufyrirtækja sem enn eru í opinberri eigu, spyrni við og fresti öllum ákvörðunum sem lúta að uppbyggingu stóriðju í landinu. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hefðu allt eins átt að fá bréf frá stjórn Vinstri grænna um að fresta frekari ákvörðunum sem snerta stóriðjuuppbyggingu. Ekki síst þar sem nauðsynlegt er að axla ábyrgð einmitt núna þegar erlend álfyrirtæki reyna að klára þá samninga nokkrum vikum fyrir kosningar – því þau lesa öðruvísi í spilin en Fréttablaðsritstjórinn; þau óttast að eftir kosningarnar verði það of seint. Þrátt fyrir orð Þorsteins Pálssonar, þá verður kosið um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar þann 12. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar