Það er hægt að gera betur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 1. maí 2007 00:01 Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar